Alþjóðlegur dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi

Næstkomandi föstdag 8. nóvember er alþjóðlegur dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi.  Eins og fyrri ár óskar biskup í bréfi til presta og safnaða eftir því að kirkjuklukkum verði hringt kl. 13 í 7 mínútur þar sem því verður við komið. Hringt er í 1 mínútu fyrir hvern dag vikunnar til að vekja athygli á baráttunni gegn einelti og kynferðisofbeldi.  Bætum heiminn og gerum hann öruggari og lífvænni.

Bæn fyrir þeim sem líða vegna eineltis og ofbeldis:

Drottinn Guð.  Þú sem gleðst með glöðum og þjáist með þjáðum.  Vitja þú allra barna þinna þar sem þau eru stödd á lífsins leið.  Sérstaklega biðjum við fyrir þeim sem hafa reynt einelti og kynferðisofbeldi.  Líkna þeim og gakktu með þeim veginn fram.  Gef þeim kraft og styrk á þeirri vegferð og lát þau finna að kærleikur þinn sigrar allt myrkur og böl.  Megi ljós þitt og blessun lýsa og vísa veginn til bata. 

About Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur (371 Articles)
Vefstjóri Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Vefurinn hefur það markmið að endurspegla þjóðkirkjuna á Norðausturlandi.
%d bloggurum líkar þetta: