Orgel og íslenskar konur

Íslenskar konur hafa samið tónverk fyrir orgel en þau hafa ekki náð athygli sem skyldi.

Nú verður úr því bætt.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir mun leika á miðvikudagskvöldið 28. ágúst kl. 20.00 á orgel Blönduóskirkju tónverk eftir konur. Tónleikarnir bera nafnið: Íslensku konurnar og orgelið.

Kirkjan.is ræddi við Sigrúnu Mögnu og spurði hana um hvaða konur þetta væru sem ættu verk á efnisskránni. Sagði hún þetta vera eftirtaldar konur: Hildigunnur Rúnarsdóttir, Bára Grímsdóttir, Þóra Marteinsdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir – og svo verk eftir hana sjálfa.

Sigrún Magna er organisti við Akureyrarkirkju og hefur verið það í áratug. Tónleikarnir standa yfir í um klukkustund og er aðgangur ókeypis. Allir eru að sjálfsögðu velkomnir.

Hún mun halda sömu tónleika í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 1. september kl. 17.00.

Þar er aðgangur líka ókeypis og allir velkomnir!

(Af vef kirkjan.is)