Góðverkavika í Akureyrarkirkju – júní 2019

auglýsing á fb

Boðið verður upp á sumarnámskeið fyrir krakka í 5.-7.bekk í Akureyrarkirkju dagana 11.-14. júní frá klukkan 9:00-12:00. Gerð verða hin ýmsu góðverk um bæinn. Farið verður á Öldrunarheimili Akureyrar og í Lystigarðinn og hjálpað til. Einnig verður farið í leiki, ratleiki, föndrað og fleira skemmtilegt. Um námskeiðið sjá Sonja Kro æskulýðsfulltrúi og henni til aðstoðar er Anna María Stefánsdóttir.  Skráning nauðsynleg á netfangið sonja@akirkja.is

About Sonja Kro (17 Articles)
Ég heiti Sonja Kro og starfa nú sem æskulýðsfulltrúi Akureyrarkirkju ásamt því að vera starfsmaður Eyjafjarðar - og Þingeyjarprófastsdæmis. Ég hóf störf í ágúst 2018. Ég er menntaður leikskólakennari og hef starfað sem slíkur á Akureyri í 21 ár. Ég er búsett á Akureyri, en er ættuð frá Grenivík og Noregi :)
%d bloggurum líkar þetta: