Helgihald í Ólafsfjarðarkirkju um bænadaga og páska

Skírdagur 18. apríl 

Kyrrðar- og endurnýjunarganga
Lagt verður af stað frá Ólafsfjarðarkirkju kl. 10:00 og gengið út að Leiti á Kleifum. Góðgæti á boðstólnum í safnaðarheimilinu

Tónlistarmessa kl. 20:00         
Um tónlistina sjá Lísebet Hauksdóttir¸ Jón Þorsteinsson og Kirkjukór Ólafsfjarðar undir stjórn Ave Köru Sillaots. Óhefðbundin altarisganga – Ókeypis aðgangur
Nærandi stund fyrir líkama og sál

Föstudagurinn langi 19. apríl

Lestur Passíusálmanna
hefst kl. 11:00 og stendur til ca. kl. 15.
Kaffi í safnaðarheimilinu

Kvöldvaka við krossinn kl. 20:00
Lesið úr Píslarsögunni og flutt orð Krists á krossinum.
Gengið út úr kirkjunni í myrkri og þögn

Páskadagur 21. apríl

Hátíðarguðsþjónusta kl. 9:00
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Kaffi og páskaegg í safnaðarheimilinu
Gleðjumst saman yfir sigri lífsins yfir dauðanum

Hátíðarguðsþjónusta á Hornbrekku kl. 14:00

Verum öll velkomin til kirkju – Sóknarnefnd og sóknarprestur