Guðsþjónusta í Hólakirkju í Eyjafjarðarsveit 24. mars kl. 11

Næstkomandi sunnudag 24. mars kl. 11 verður messað í Hólakirkju í Eyjafjarðarsveit. Kirkjukór Laugalandsprestakalls syngur undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Sr. Guðmundur Guðmundsson fjallar um sambandið milli þessa að vera og gera, og hvíla í trúartrausti. Ungmenni úr fermingarhópnum lesa ritningarlestra. Allir hjartanlegar velkomnir. Kirkjukaffi eftir messu.

Hólakirkja er falleg kirkja framarlega í Eyjafjarðarsveit. Í kaþólskum sið var hún tileinkuð Jóhannesi skírara. Altaristaflan er vængjatafla af síðustu kvöldmáltíðin í miðið en á vængjum er krossfestingin og upprisan. Kirkjuklukkurnar eru af gamalli gerð.

holakirkja_Eyjafirði_uti