Æskylýðsmessa í Grundarkirkju sunnudaginn 3. mars kl. 11

Æskulýðsdagurinn er haldinn hátíðlegur í öllum kirkjum landsins nú sunnudaginn 3. mars. Á þessum degi vekjum við athygli á því fjölbreytta og frábæra starfi sem fram fer í kirkjum landsins fyrir fjölskyldur, börn og ungmenni. Við fögnum unga fólkinu okkar og minnum þau á að þau geti haft áhrif til góðs og vaxið til ábyrgðar í umhverfismálum. Við skoðum það saman hvernig betur megi ganga um okkar viðkvæma og fallega Ísland. Munum það að allir geta haft áhrif stórir sem smáir.

regnbogabæn

Fjölskylduguðsþjónusta verður í Grundarkirkju kl. 11. Þar verður fjallað um efni dagsins í orði og söng, en einnig með upplifun og litríkri bænagöngu. Fermingarbörn hafa undirbúið stundina með presti. Kórinn hefur æft söngdagskrá í tilefni dagsins undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Allir hjartanlega velkomnir.

IMG_0022