Biblían á íslensku á hljóðrænu formi

Biblíufélagið stefnir að því að koma Biblíunni út á hljóðrænu formi. Verkefnið var kynnt á biblíudeginum um síðustu helgi. Í bréfi frá stjórn félagsins segir.

Við viljum í því sambandi vekja athygli ykkar á þessari mikilvægu söfnun sem var að fara af stað. Hið íslenska Biblíufélag ætlar sér að koma Nýja testamentinu á hljóðrænt form, til notkunar í snjalltækjum, á netinu og öðrum miðlum.

Hér er beinn tengill sem má setja fésbókarsíður kirkna: https://www.karolinafund.com/project/view/2363

Einnig er hægt, í samtali og predikun, að vísa fólki á: https://biblian.is/ því þar er beinn tengill á söfnunina.

Eru allir hvattir til að taka þátt í þessu verkefni.