Alþjóðabænadagur kvenna í Akureyrarkirkju 1. mars kl. 20

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er samkirkjuleg hreyfing sem nær um víða veröld. Á hverju ári fáum við að heyra sögur kvenna frá mismunandi löndum og dáumst að styrkleika þeirra, finnum til með þeim og fáum hvatningu frá trú þeirra. Framtíðarsýn okkar er heimur þar sem allar konur geta sjálfar tekið ákvörðun um líf sitt. Á þeirri leið þurfum við á samstöðu að halda. Eitt tákn um slíka samstöðu er að við tökum árlega samskot sem notuð eru til að efla konur og börn til betra lífs. Notalega kvöldstund í Akureyrarkirkju. Allir velkomnir.

Sjá á facebook