Samband ríkis og kirkju í sögulegu ljósi

Lögfræðitorg með Dr. Jürgen Jamin, nýr prestur kaþólsku kirkjunnar á Akureyri flytur erindi um efnið á lögfræðitorgi í Háskólanum á Akureyri  í stofu M101 á morgun þriðjudag 15. janúar kl. 12-13. Er vakin athygli á þessu erindi sem skiptir kirkjurnar máli.

Í kynningu segir:

Í vestrænum ríkjum nútímans virðist oft vera gengið út frá því sem vísu að ríki og kirkja séu tvö aðskilin fyrirbæri og að þann aðskilnað megi rekja til framgangs veraldarhyggju á liðnum öldum. Í erindi sínu á lögfræðitorgi ræðir séra Jürgen Jamin málið frá annari hlið og leggur áherslu á að kaþólska kirkjan hafi í gegnum aldirnar haldið fram sjálfstæði bæði kirkju og ríkis. Það sjónarmið hafi svo orðið undir að loknum siðaskiptum.

Dr. Jürgen Jamin er prestur kaþólskra á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri allt frá 1. september 2018. Hann lauk BA-prófi og síðan doktorsgráðu í kirkjurétti (Canon Law) frá Háskólanum San Pio X í Feneyjum þar sem hann var einnig dósent frá 2014 til 2018. Á meðal þess sem hann rannsakar er saga kirkjurréttarins og Rómarréttur Jústiníanusar.

TORGIÐ ER OPIÐ ÖLUM ENDURGJALDSLAUST