Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 18-25. janúar

Bænaviku um einingu kristninnar stendur yfir 18. – 25. janúar nk. Að minnsta kosti einu sinni á ári er kristið fólk minnt á bæn Jesú fyrir lærisveinum sínum „að allir séu þeir eitt… til þess að heimurinn trúi að þú hafir sent mig“ (Sjá Jh. 17.21). Það snertir hjörtun að kristið fólk kemur saman til bæna og ræktar eininguna. Söfnuðir á svæðunum koma saman um allan heim til að hlusta á gestaprédikara frá öðrum söfnuðum eða halda samkirkjulegar hátíðir og bænastundir. Viðburðurinn sem kemur þessu til leiðar er alþjóðleg samkirkjuleg bænavika.
Venjulega er bænavikan 18. – 25. janúar, milli messudaga Péturs og Páls postula. Á suðurhveli, þar sem janúar er um sumarleyfistímann, finna kirkjurnar aðra daga til að halda upp á hana, til að mynda um Hvítasunnu, sem er táknrænn tími um einingu.
Þema fyrir bænavikuna 2019 er: „Réttlætinu einu skalt þú framfylgja“ (5Mós 16.20). Efni vikunnar hefur verið undirbúið af mismunandi kirkjudeildum í Indónesíu. (Þýtt af vef WCC) Sjá frekari upplýsingar á vef heimsráðs kirkna.
Þau sem vilja taka þátt í vikunni með því að taka sér stund við Ritningarlestur, íhugun og bæn geta skráð sig inn á facebook hópinn: Bænavika 18-25 janúar. Þá fá þau sent efnið sem undirbúið var í Indónesíu hvern dag þessa átta daga. Einnig eru þar upplýsingar um atburði vikunnar í Reykjavík og á Akureyri.

Dagskrá vikunnar á Akureyri verður sem hér segir:
Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar 2019
„Réttlætinu einu skalt þú framfylgja“ (5Mós 16.20)
Dagskrá:
Laugardagur 19. janúar klukkan 11:00
Guðsþjónusta í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi, Eiðsvallagötu 14
Og Samtal fulltrúa safnaðanna um bænalíf og helgihald, stutt innlegg og umræður. Léttar veitingar í boði.
Sunnudagur 20. janúar kl. 11
Útvarpsguðsþjónusta frá Grensáskirkju í Reykjavík. Bænavikan kynnt í guðsþjónustum safnaðanna á Akureyri og nágrenni um helgina.
Mánudagur 21. janúar klukkan 17:00
Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20
Þriðjudagur 22. janúar klukkan 20:00
Bænastund í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2
Miðvikudagur 23. janúar klukkan 12:00
Bænastund á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10
Miðvikudagur 23. janúar klukkan 20:00
Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Glerárkirkju, Bugðusíðu 2. Ræðumaður: Birna Vilbertsdóttir og Hannes Bjarnason, foringjar í Hjálpræðishernum á Akureyri. Mikill almennur söngur.
Fimmtudagur 24. janúar klukkan 12:00
Kyrrðar- og fyrirbænastund í Þjóðkirkjunni í Akureyrarkirkju, Eyrarlandsvegi