Kristniboðsdagurinn – heimsókn sr. Ragnars Gunnarssonar framkvæmdastjór SÍK 11.-13. nóv.

Á kristniboðsdaginn 11. nóv. nk. mun séra Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri kristnboðssambandsins heimsækja Akureyri. Hann verður í Akureyrarkirkju á sunnudaginum 11. nóv. kl. 11 og segir þar frá vinasöfnuðum safnaðarins í Kapkoris í Keníu. Þá prédikar hann í Ólafsfjarðarkirkju kl. 14 og segir frá kristniboðsstarfinu. Hann mun heimsækja Yndri deildir KFUM og KFUK í Sunnuhlíð á Akureyri á mánudag og þiðjudag. Á þriðjudagskvöld stendur svo Kristniboðsfélag Akureyrar fyrir samkomu þar sem Ragnar flytur hugvekju og segir frá kristniboðsstarfinu. Tekið verður á móti samskotum til kristniboðsins.
Allir eru hjartanlega velkomnir á þessa viðburði.
Séra Paul Lyomo, séra Francis Kamondich og svo Ragnar. Þeir eru sóknarprestar og koma frá fjalllendi Pókothéraðs og eru ávöxtur af starfi íslenskra kristniboða á svæðinu.
Á einkennismyndinni með fréttinni er: Philip Nyeris og Ragnar. Nyeris starfaði með kirkjunni sem leikmaður og sjálfboðaliði, fyrst sem kennari, síðan sem lögreglufulltrúi. Hann var lengi formaður stjórnar þróunarverkefnis kirkjunnar sem fól í sér uppbyggingu nokkurra tuga skóla, færanlega heilsugæslu, landbúnaðarbætur og valdeflingu kvenna. Verkefninu lauk árið 2010 eftir farsælt starf og árangur á tæpum tveim áratugum.