Hvað er náttúrleg safnaðaruppbyggin? Sr. Vigfús Invar á umræðukvöldi í Glerárkirkju miðv. 14. nóv. kl. 20

Hvað er náttúruleg safnaðaruppbygging?

Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilsstöðum, gerir grein fyrir þessu fyrirbæri, sem fór að láta til sína taka hérlendis árið 2012, þó alllöngu áður (2002) hafi komið út á íslensku bókin, Náttúruleg safnaðaruppbygging: Átta grunnþættir kröftugrar kirkju, eftir Christian A. Schwarz, aðalmanninn að baki þessari uppbyggingarstarfsemi, sem nú teygir sig vítt og breitt um heiminn. Lykilatriði eru svokallaðar safnaðarkannanir og svo ferli í höndum heimafólks með stuðningi leiðbeinenda með alþjóðlega viðurkenningu.

Áhersla er á að vinna út frá aðstæðum á hverjum stað og jafnframt á að gera sér grein fyrir því hvað er aðeins Guðs verk og hvað okkar að taka á, með Guðs hjálp vissulega. Áhersla er einnig á heilbrigði safnaðarlífsins fremur en einhvers konar tölulegan vöxt – þó vissulega vaxi og dafni jafnan það sem er heilbrigt. Heitið tengist áherslu á lífrænar líkingar Biblíunnar um akra og tré og annan góður til skilnings á vexti og viðgangi guðsríkis. Þrír þjóðkirkjusöfnuðir eru nú að vinna í þessu verkefni.

Um fyrirlesarann:

vigfus_ingvar_ingvars01Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson var lengi prestur á Egilsstöðum. Hann sótti nokkurra mánaða námskeið vestanhafs um safnaðarstjórn og var eitt ár við nám í Þýskalandi, mest á sviði kennimannlegrar guðfræði (hagnýtrar guðfræði). Undanfarin 8 ár hefur hann komið að ýmsum kirkjulegum verkefnum og félagsstörfum innan sem utan kirkju og stundum leyst af presta. Hann lauk meistaraprófsritgerð árið 2012 sem fjallar mikið um trúarlega mótun (væntanleg í bókarformi á næsta ári).

Þá hefur hann þýtt nokkrar bækur m.a. eina í bókaflokki um náttúrulega safnaðaruppbyggingu, Þrír litir þjónustunnar, og skrifað allmikið í tímaritið Bjarma og verið í ritnefnd þess aldna en síunga rits.

Vigfús Ingvar hefur komið nokkuð að kyrrðarstarfi og þá erlendu samstarfi í því samhengi og síðari árin leitt vinnu hérlendis á sviði náttúrulegrar safnaðaruppbyggingar.

gler_umr181114_vig_bord