Ný sálmabók 2019 og hvað gerum við svo? Söng- og umræðukvöld í Glerárkirkju miðv. 31. okt. kl. 20

Ný sálmabók 2019 og hvað gerum við svo?

Erindi og umsjón: Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnarmargret_boasdottir_2018

Miðvikudaginn 31. október verður söng- og umræðukvöld. Það er Margrét Bóasdóttir, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar,  sem boðar til sín presta, organista, kórlfólk og aðra áhugasama til að kynna væntanlega sálmabók sem kemur út á komandi ári. Að þessu sinni verður stundin í kirkjunni með miklum söng og umfjöllun um bókina, efni og tónlist hennar kynnt og rætt. Boðið verður upp á kaffi í hléinu. Kvöldið endar með helgistund í kirkjunni. Sálmabók er auk helgisiðabókar og Heilagrar Ritningar uppspretta trúarlífsins, tilbeiðslu og lofgjörðar einstaklinga og safnaðanna. Vonast er til að kvöldið gefi góða hugmynd um hvers er að vænta með nýrri sálmabók og allir safnaðarmeðlimir hvattir til að koma og njóta stundarinnar.

Version 2Spurningar og vangaveltur:

Er sálmasöngur fyrir alla sem koma í kirkju, eða bara fyrir kórinn?

Er sálmasöngur nauðsynlegur eða kannski úreltur?

Er sálmasöngur á Íslandi öðruvísi en í öðrum löndum?

Er tón prestanna gamaldags eða klassískt?

Er tónað í öðrum löndum?

Er tón og tilbeiðsla samofin, eða skiptir það engu máli?

Hvað er sálmur og hvað er ekki sálmur?

Þetta og fleiri spurningar sem vonandi koma frá viðstöddum verður viðfangsefni kvöldsins, en við nálgumst spurningarnar gegnum eigin söng.
Prestar, organistar, kórfólk og allir sem áhuga hafa á sálmasöng eru hjartanlega velkomnir á fræðslukvöldið í Glerárkirkju.

Allir hjartanlega velkomni

glerarkirkja 44-17