Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt kominn á vefinn

Morgunverðarfundur EAPN var varpað á netið eins og síðasti fundur. Þeir sem áhuga hafa geta horft á fyrirlestra og umræðu hér á síðunni.
Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi var 17. október í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt.
Fjallað var um fátækt á Íslandi á fullveldisöld og horft á stöðu þeirra sem eru fátækir og þróun hennar undanfarin 100 ár. Leitað var svara við því hvernig það var að vera fátækur á árum áður í samanburði við seinni tíð og hvernig það er í dag.
Frummælendur koma úr ólíkum áttum, þar sem fjallað var um fátækt frá mörgum sjónarhornum, en þeir verða þessir:
Stefán Pálsson, sagnfræðingur.
Jóna S Marvinsdóttir, öryrki, ellilífeyrisþegi og fulltrúi eldri kynslóðar innan Pepp Ísland – samtaka fólks í fátækt.
Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri nýbygginga Kvennaathvarfs
Anna Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi og stjórnarmeðlimur í Eflingu, sem fjallar um að alast upp í fátækt í seinni tíð.
Umræður:
Fundurinn er haldinn í samstarfi við Velferðarvaktina.
European Anti Poverty Network (EAPN) eru samtök sem starfa í 31 Evrópulandi. Samtökin eru byggð upp af félagasamtökum og hjálparsamtökum innan hvers lands fyrir sig og hafa áhrif á baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun bæði á Evrópugrundvelli og á heimavelli.
Innan EAPN starfa síðan grasrótarsamtök sem hjá okkur kallast Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt. Starfsemi Peppsins byggir á beinum aðgerðum til að vinna gegn félagslegri einangrun, að bæta viðhorf og orðræðu í garð fátækra og stuðla að valdeflingu fólks í fátækt.
(Af facebook EAPN á Íslandi)