Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt

Morgunverðarfundur EAPN verði varpað Norður eins og síðasti fundur. Þeir sem áhuga hafa geta mætt í Sunnuhlíð 12 (Félagsheimili KFUM og KFUK) annarri hæð. Fundurinn byrjar kl. 8:30 en fólk getur mætt upp úr kl. 8, léttur morgunverður verður í boði. Látið Guðmund vita á netfang hans eða í síma 897 3302.

Morgunverðarfundur EAPN á Íslandi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn fátækt.

Fjallað verður um fátækt á Íslandi á fullveldisöld og horft á stöðu þeirra sem eru fátækir og þróun hennar undanfarin 100 ár. Leitað verður svara við því hvernig það var að vera fátækur á árum áður í samanburði við seinni tíð og hvernig það er í dag.

Frummælendur koma úr ólíkum áttum, þar sem fjallað verður um fátækt frá mörgum sjónarhornum, en þeir verða þessir:

Stefán Pálsson, sagnfræðingur.

Jóna S Marvinsdóttir, öryrki, ellilífeyrisþegi og fulltrúi eldri kynslóðar innan Pepp Ísland – samtaka fólks í fátækt.

Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri nýbygginga Kvennaathvarfs

Anna Pétursdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi og stjórnarmeðlimur í Eflingu, sem fjallar um að alast upp í fátækt í seinni tíð.

Skráning fer fram á eftirfarandi tengli og er verðið 1000 kr. fyrir þá sem geta greitt, en EAPN greiðir gjaldið fyrir þá sem búa við fátækt til að tryggja að allir sem vilja koma geti komið (hakið við „já“ í liðinn um niðurfellingu gjalds). Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir kl. 16 mánudaginn 15. október.

https://docs.google.com/…/1FAIpQLSflbNS5RXRnwwuO-…/viewform…

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Velferðarvaktina.

European Anti Poverty Network (EAPN) eru samtök sem starfa í 31 Evrópulandi. Samtökin eru byggð upp af félagasamtökum og hjálparsamtökum innan hvers lands fyrir sig og hafa áhrif á baráttuna gegn fátækt og félagslegri einangrun bæði á Evrópugrundvelli og á heimavelli.
Innan EAPN starfa síðan grasrótarsamtök sem hjá okkur kallast Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt. Starfsemi Peppsins byggir á beinum aðgerðum til að vinna gegn félagslegri einangrun, að bæta viðhorf og orðræðu í garð fátækra og stuðla að valdeflingu fólks í fátækt.

(Af facebook EAPN á Íslandi)

About Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur (247 Articles)
Vefstjóri Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Vefurinn hefur það markmið að endurspegla þjóðkirkjuna á Norðausturlandi.
%d bloggurum líkar þetta: