Fjölskylduguðsþjónusta og bleik messa í Akureyrarkirkju 14. okt.

Fjölskylduguðsþjónusta í Akureyrarkirkju kl. 11.00.
Yngri barnakór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur. Prestur er sr. Svavar Alfreð Jónsson.

Bleik messa í Akureyrarkirkju kl. 20.00.
Kvennakór Akureyrar ásamt Þórhildi Örvarsdóttur og Valmari Väljaots flytja lög Arethu Franklin. Stjórnandi Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Hugleiðingu flytja Regína Óladóttir sálfræðingur og Heimir Haraldsson náms og starfsráðgjafi. Prestur er sr. Hildur Eir Bolladóttir.
Tekið verður við frjálsum farmlögum til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis.