Innandyra – barnastarfsnámskeið verður fimmtudaginn 13. sept. kl. 17-19:30 væntanlega í Glerárkirkju

María GunnarsdóttirNú fer æskulýðsstarfið að byrja í kirkjunum. Að vanda kemur starfsfólkið í barnastarfinu saman á námskeiði til að undirbúa veturinn. Efni barnastarfsins næsta vetrar gengur undir heitinu Jesú-bókin mín. Höfundur þess, María Gunnarsdóttir, guðfræðingur, mun kynna það á námskeiðinu og leiðbeina um notkun þess. Eða eins og hún segir sjálf: „Það sem ég mun koma með til ykkar norður er kynning á því efni sem er núþegar komið á efnisveituna og leiðsegja ykkur í gegnum efnið. Hvernig gott væri að nýta það og ef það eru einhverjar spurningar um efnið og uppsetningu þá hvet ég alla til að vera duglega að spyrja“.

 

Sigfús-KristjánssonEdda Möller hefur sent út kynningarbréf og má skoða styttri kynningu hér á síðunni.

Þá mun Sigfús Kristjánsson á fræðslusviðið biskupsstofu koma til skrafs og ráðagerða um þjónustu þess við starfsfólk. Á námskeiðinu verður gefin góður tími til að ræða saman um kirkju- og sunnudagaskólann.

Í lok námskeiðsins verður boðið upp á léttan málsverð og umræður um barnastarfið.

Hér fyrir neðan er síða úr Jesú-bókinni minni:

Jesú-bókin mín 2018