Boðsbréf til þín – Allir um borð – Umræða um lágmarkslaun og fátækt á Glerártorgi 23. maí kl. 16-18

BOÐSBRÉF
Allir um borð – þér er boðið að  koma og stíga á stokk

Reykjavík 14. maí 2018

Það er okkur í EAPN á Íslandi sönn ánægja að bjóða þér/ykkur að taka þátt í skipulagðri dagskrá okkar þann 22. maí á Ingólfstorgi í Reykjavík eða þann 23. maí á Glerártorgi á Akureyri kl. 16-18.

Tilefnið er Emin European Bus Journey eða Emin rútuverkefnið:  Allir um borð
EMIN stendur fyrir European Minimal Income Network scheme sem fjallar um mismunandi framfærsluviðmið Evrópulandanna og mikilvægi þeirra en takmark Bus Journey verkefnisins er að fara á milli aðildarlandanna 31 og bjóða upp á samtal á milli stjórnsýslunnar og fólks í fátækt á hverjum stað fyrir sig, báðum til skemmtunar og fræðslu en hægt er að fylgjast með ferðinni í Evrópu á blogg síðunni  www.eminbus.eu

EAPN á Íslandi tók þátt í Emin skýrslu evrópsku samtakanna Emin 2014  og fylgdum því síðan eftir með seinni skýrslunni Emin 2017

EAPN stendur fyrir European Anti Poverty Network sem lesa má nánar um á heimasíðu samtakanna eapn.is  en innan samtakanna er síðan virk grasrót svokallað PeP starf eða People experiencing Poverty.
Á Íslandi höfum við valið að kalla starfið: Pepp Ísland, samtök fólks í fátækt  og okkur í samtökunum Peppara.

Til Íslands koma 4 erlendir gestir að þessu sinni til að taka þátt í þessu opna samtali á milli gesta, stjórnsýslu, stjórnmálamanna, fólks í fátækt og almennings en inn á milli verða tónlistaratriði og veitingar því markmið okkar er að hafa viðburðinn skemmtilegan, opinn og lifandi.

Dagskráin á Akureyri

Allir um borð 23. maí á Glerártorgi á Akureyri

16:00  Opnunarávarp, Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir, djákni
ávarp Laura Sullivan
ávarp peppara Ása Sverrisdóttir
ávarp formanns EAPN á Íslandi, Vilborg Oddsdóttir

Kynnt úttektin: Non take up: Hvað hindrar fólk við að nýta sér þann rétt sem það á.

Stjórnmálamenn stíga á stokk.
Opnar umræður – fólk má koma með fyrirspurnir

Tónlistaratriði verða inn á milli erinda – Valmar Väljaots spilar á fiðlu og harmonikku
Boðið verður upp á veitingar

18:00   Dagskrá lýkur