Héraðsfundur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis í Glerárkirkju þann 28. apríl 2018

Gögn

Héraðsfundur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis í Glerárkirkju þann 28. apríl 2018 kl. 11-16

 

Dagskrá fundarins:

11.00 Helgistund í Glerárkirkju í umsjá sr. Gunnlaugs Garðarssonar.

11.45  Léttur hádegisverður í safnaðarsal.

12.30 Fundarstörf hefjast. Kosning fundarstjóra og ritara.

Skýrsla héraðsnefndar.

Ársreikningar héraðssjóðs kynntir og bornir upp til samþykktar.

Starfs- og fjárhagsáætlun næsta árs borin upp til samþykktar.

13.00 Starfsskýrslur sókna, nefnda, fulltrúa og starfsmanna lagðar fram ( sjá fundargögn)

13.30 Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur flytur erindi: Kynning á umhverfisstefnu þjóðkirkjunnar.

14.10  Mál er varða Kirkjuþing. Kynning á frambjóðendum leikmanna til Kirkjuþings.

15.00 Kaffi.

15.20 Ákvörðun um greiðslur til héraðsnefndarmanna.

15.25 Kosningar:

  1. a) Tveir fulltrúar í stjórn Kirkjumiðstöðvarinnar við Vestmannsvatn og varamenn þeirra. Til tveggja ára.

15.35  Önnur mál.

16.00 Fundarslit.

Skýrsla héraðsnefndar: sr. Jón Ármann Gíslason

Ágætu fulltrúar á héraðsfundi !

Enn á ný býð ég ykkur velkomin til héraðsfundar. Vonast ég til góðrar samveru nú sem endranær. Verður hér farið yfir það helsta sem á dagana hefur drifið frá síðasta héraðsfundi.

Síðastliðið sumar var nýr prestur kjörinn í Glerárkirkju að afloknu hefðbundnu ferli, þar sem kjörnefnd prestakallsins  kýs á endanum  milli þeirra umsækjenda sem hlotið hafa  náð fyrir augum matsnefndar. Fyrir valinu  varð mag. theol Stefanía Guðlaug Steinsdóttir og var hún vígð til prestsþjónustu á Hólahátíð síðastliðið sumar.Er hún boðin velkomin í hóp vígðra þjóna og óskað blessunar í sínum störfum. Eiginkona hennar er Hrafnhildur Eyþórsdóttir djákni og hjúkrunarfræðingur og eiga þær fjögur börn. Hefur sr. Stefanía þegar sýnt að mikils er að vænta af störfum hennar.  Þá var sr. Sunna Dóra Möller kjörin sóknarprestur í Hjallakirkju rétt eftir áramót og lét hún af störfum sem æskulýðsprestur í Akureyrarkirkju í kjölfarið. Eru henni þökkuð störfin og samveran og óskað blessunar. Eiginmaður hennar, sr. Bolli Pétur Bollason í Laufási verður í námsleyfi næsta vetur og hefur verið auglýst eftir afleysingapresti til að sinna starfi hans þann tíma. Þá hefur sr. Brynhildur Óladóttir sóknarprestur í Langanesprestakalli verið í námsleyfi í vetur. Auglýst var eftir afleysingapresti til starfa, en enginn vígður maður sótti um. Það varð úr, að sr. Hildur Sigurðardóttir á Skinnastað tók að sér afleysinguna. Einnig hefur sr. Þorgrímur G.  Daníelsson  á Grenjaðarstað verið í námsleyfi og hefur sr. Örnólfur J. Ólafsson  á Skútustöðum leyst hann af á meðan. Þá var sr. Oddur Bjarni Þorkelsson  á Möðruvöllum í feðraorlofi þrjá síðustu mánuði síðastliðins árs og leysti sr. Sigríður Munda Jónsdóttir á Ólafsfirði hann af á meðan.

Ekki verður annað séð, en að kirkjustarf hafi að mestu gengið með ágætum í vetur. Kirkjusókn á stórhátíðum er góð, en mætti víða vera betri þess á milli. Fjárhagur sókna er víða þannig að starfi öllu og viðhaldi á kirkjuhúsunum eru settar þröngar skorður, enda eru sóknargjöldin enn þá verulega skert. því miður. Fyrir litlar sóknir getur verið erfitt að halda uppi lágmarks helgihaldi vegna kostnaðar sem því fyrlgir. Til dæmis er langt fyrir suma söfnuði að sækja þjónustu organista, með tilheyrandi ferðakostnaði sem því fylgir. Í skýrslum sókna má finna hugleiðingar um hvort mörulegt væri fyrir sóknir að stilla saman sína strengi í auknum mæli, þannig að nokkrar sóknir gætu ef til vil ráðið saman organista í fullt starf án þess að viðkomandi þyrfti að sinna öðrum störfum með.   Kóra- og tónlistarstarf stendur eigi að síður víða með ágætum blóma. Í Akureyrarkirkju er til dæmis stefnt á töluverða eflingu á kirkjukórsstarfinu með því að hafa skipta starfi kirkjukórsins í fernt með mismunandi áherslum fyrir fullorðna. Þar og í Glerárkirkju hafa einig verið starfandi öflugir barna- og unglingakórar. Í Glerárkirkju var í haust farið af stað með sérstakar kyrrðarstundir stílaðar á fólk á framhaldsskóla- og háskólaaldri og gáfu þær ágæta raun. Sunna Kristrún Gunnlaugsdóttir djákni hafði forgöngu um þessar stundir.

Samkvæmt venju fór fram öflugt fræðslustarf í vetur  samvinnu við Glerárkirkju. Á haustmisseri var áhersla á siðbótarafmælið á fræðslukvöldunum , þar sem flutt voru mörg fróðleg erindi af okkar lærðasta fólki. Einnig fengum við heimsókn frá STOPP-leikhópnum sem flutti leikverk  á þremur stöðum sem byggt var á lífi og starfi Marteins Lúthers. Sýningin var mjög metnaðarfull en ef til vill í þyngri kantinum fyrir yngstu kynslóðina.  Nú á vormisseri var áherslan hins vegar á föstuna og umhverfismálin  og boðið upp á mjög vandaðar samverur helgaðar því brýna málefni. Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur átti drýgstan hlut að máli varðandi undirbúning þessara samvera og vann hann þar mjög gott verk. Á næstu árum mun þjóðkirkjan leggja mikla áherslu á umhverfismál í sínu starfi, og því er vel við hæfi að Sindri Geir flytji okkur innlegg um þau mál hér á þessum fundi. Maðurinn þarf að huga betur að ráðsmennsku hlutverki sínu og horfast í augu við að lifnaðarhættir okkar eru farnir að skaða lífríki og náttúru með óafturkræfum hætti. Stefna ber að sjálfbærum lífsháttum í sátt við sköpunarverkið, og draga með stórfelldum hætti úr mengun og lífsháttum sem stefna framtíð komandi kynslóða í voða. Þar má kirkjan ekki heldur liggja á liði sínu, enda framtíð jarðar okkar í húfi.

Í vetur fór fram umræða og kynning í Laugalandsprestakalli um mögulega sameiningu sóknanna þar. Verður þeirri umræðu að líkindum haldið áfram næsta vetur, með það fyrir augum að leggja fram tillögu að sameiningu þeirra sókna sem hug hafa á því, á aðalsafnaðarfundi árið 2019. Kirkjugarðsstjórnir í prestakallinu voru sameinaðar fyrir nokkrum árum og þykir það hafa gefið mjög góða raun. Veruleikinn er sá að víða gengur erfiðlega að fá fólk í litlu sóknum til að taka að sér setu í sóknarnefndum.

Í mars síðastliðnum var haldið námskeið fyrir sóknarnefndarfólk í prófastsdæminu, þar sem fulltrúar frá Biskupsstofu komu og fræddu um starfsemi og innviði þjóðkirkjunnar og nokkur þau mikilvægustu atriði sem fulltrúar í sóknarnefndum þurfa að huga að. Þótti námskeiðið heppnast vel. Sömuleiðis hélt sr. Kristján Valur Ingólfsson námskeið fyrir meðhjálpara og starfsfólk kirkna í Suður-Þingeyjarsýslu, að þeirra frumkvæði, og eins og vænta mátti heppnaðist það ekki síður. Þá voru niðurstöður úr viðamikilli könnun á vegum Biskupsstofu kynntar meðal presta í haust, en sú könnun fjallaði um líðan þeirra og aðbúnað í starfi.

Í æskulýðsmálum þyrftum við að gefa talsvert í og  er stefnan sett  á að gera það, með því að ráða manneskju í tiltekið starfshlutfall til að sinna því. Ýmsir aðilar eins og Rauði kross Íslands og Akureyrarbær hafa gefið heimsóknarþjónustu meiri gaum, og því ef til vill ekki úr vegi fyrir okkur að draga úr þeirri áherslu, þegar svo háttar til.

Í maí  síðastliðnum var haldið upp á 60 ára afmæli Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd, þar sem biskup Íslands prédikaði.  Í lok ágústmánuði var haldin vegleg afmælishátíð vegna 150 ára afmælis Möðruvallkirkju í Hörgárdal.  Hvort tveggja mjög vel heppnaðar samverur og þeim til sóma er að stóðu. Miðgarðakirkja í Grímsey varð einnig 150 ára á síðastliðnu ári. Var þess minnst með messu- og samkomuhaldi, auk þess sem umhverfi kirkjunnar  hlaut talsverða lagfæringu og endurnýjun.

Á síðastliðnum páskadegi, þann 1. apríl, lést í Reykjavík sr. Björn H. Jónsson fyrrum sóknarprestur á Húsavík. sr. Björn var sterkur persónuleiki og ógleymanlegur þeim sem honum kynntust, og fetaði hann ekki alltaf troðnar slóðir. Jafnan var hann léttur og kátur í viðkynningu. Guð blessi minningu hans.

Innan skamms munu fara fram kosningar til Kirkjuþings. Á þinginu eiga sæti 29 fulltrúar, 12 vígðir og 17 leikmenn. Aðalmenn í sóknarnefndum hafa atkvæðisrétt í kjördeild leikra í okkar kjördæmi. Ég hvet  öll þau sem eiga kosningarétt til að nýta hann, enda Kirkjuþing ein allra mikilvægasta stofnun kirkjunnar. Ljóst er að nokkur endurnýjun verður í hópi okkar fulltrúa því að sr. Þorgrímur gefur ekki kost á sér úr hópi vígðra, og ekki heldur Birgir Styrmisson fyrir hönd leikmanna. Þakka ég þeim góð störf á þeim vettvangi.

Ég minni á héraðssjóðinn og hvet söfnuði til að sækja um í hann til sérstakra verkefna, og þegar eitthvað sérstakt stendur  til, til  dæmis á vettvangi samvinnu milli sókna og prestakalla, ekki síst þegar um er að ræða barna- og æskulýðsstarf. Þá hvet ég ykkur eindregið til þess að heimsækja heimasíðu prófastsdæmisins, eything.com.

Ágætu vinir ! Við megum treysta því að af afloknum löngum vetri komi vor. Þannig hefur það alltaf verið. Öll finnum við án efa fyrir nokkrum létti þegar vald vetrarins tekur að hörfa fyrir birtu og gróanda vorsins.  Og við megum lifa með upprisuvon og bjarta trú  að leiðarljósi. Og við megum þakka lífsins gjöf hér og nú, sem er svo dýrmæt. Því að Kristur er upprisinn, Kristur er sannarlega upprisinn. Það er fagnaðarefni okkar gleðidagana 40 sem nú standa yfir frá páskum til uppstigningardags og raunar endranær.

Ég þakka kirkjufólki samstarfið og bið Guð að blessa starf kirkjunnar í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi.

Skýrslur sókna frá vestri til austurs, frá Siglufirði til Þórshafnar:

Siglufjarðarprestakall:

siglufjardarkirkja

Siglufjarðarkirkja: Sigurður Hlöðversson, formaður sóknarnefndar.

Siglufjarðarkirkja:

Bygging kirkjunnar hófst  16. maí 1931, hornsteinn var lagður 15. ágúst 1931. Kirkjan var vígð 28. ágúst 1932. Kirkjan tekur um 400 manns í sæti. Í kirkjuturni er stundaklukka og klukkuspil sem gefið var til minningar um sr. Bjarna Þorsteinssonar á aldarafmæli hans 14. október 1961.

Árið 1974 voru gluggar kirkjunnar endurnýjaði og settir í þá steindar rúður. Á kirkjuloftinu þar sem Gagnfræðaskóli Siglufjarðar hafði verið til húsa í 23 ár var standsett safnaðarheimili og tekið í notkun á 50 ára afmæli kirkjunnar í september 1982.

Þann 25. ágúst 1996 var vígt 24 radda mekaniskt pípuorgel, tveggja hljómborða og pedal.

Umfangsmikla lagfæringar hafa verið gerðar á kirkjunni á s.l. 10 árum. Kirkjan einangruð utan og klædd Í-Múr, þakklæðning og þakgluggar endurnýjaðir. Fyrir dyrum stendur endurnýjun á eldhúsi safnaðarheimilisins.

Kirkjugarðar:

Tveir kirkjugarðar eru í notkun, sá eldri er í miðjum bænum sunnan og ofan við kirkjuna en þar er að mestu hætt að jarða nema í frátekin grafarstæði. Nýi kirkjugarðurinn er á Saurbæjarási austan fjarðarins og var tekinn í notkun árið 1991.

Sóknarnefnd og starfsmenn Siglufjarðarkirkju:

Aðalmenn:                                                               sími             GSM           tölvupóstfang

Sigurður Hlöðvesson, formaður                                    467 1406      898 0270      sigurdur.h@fsr.is

Guðmundur Jón Skarphéðinsson, varaformaður             467 1187      896 1117      gs18@simnet.is

Hermann Jónasson, gjaldkeri                                      467 1248      893 9975      hermannj@simnet.is

Guðlaug Guðmundsdóttir, safnaðarfulltrúi                      467 1768      864 1768      gudlaug@sps.is

Júlía Birna Birgisdóttir                                                467 1102                         jullab@simnet.is

Varamenn:

Katrín Freysdóttir                                                      467 1511                         katafreys@gmail.com

Brynja Stefánsdóttir                                                   467 1178      863 7578      kjartane@simnet.is

Ingvar Erlingsson                                                      467 1299      898 1147      ingvar@hafbor.is

Guðný Pálsdóttir                                                       467 1624      864 1624      gunipal@simnet.is

Anita Elefsen                                                                               865 2036      elefsen@gmail.com

Starfsmenn Siglufjarðarkirkju                                  

Rodrigo Junqueira Tomas, organisti og kórstjóri             467 2150      847 3154      guitothomas@hotmail.com

Sandra Finnsdóttir, kirkjuvörður                                   467 2024      858 7350      sandraf@simnet.is

Jón Andrjes Hinriksson, meðhjálpari                             467 1447      866 3970      andrjes@simnet.is

Júlía Birna Birgisdóttir, meðhjálpari                              467 1491      690 3135      jullab@simnet.is

Rut Viðarsdóttir, kirkjuskóli

Viðar Aðalsteinsson, kirkjuskóli                                   467 1491      690 3135

Skúli Jónsson, kirkjugarður                                         467 1810

Sóknarprestur:                                                        

Sr. Sigurður Ægisson sóknarprestur                             467 2169      899 0278      sae@sae.is

Kirkjukór Siglufjarðar                                              

Við kirkjuna starfar öflugur kirkjukór skipaður 25 söngvurum.  Kórinn sér um tónlistarflutning við helgihald í kirkjunni, í messum, jarðarförum og öðrum athöfnum undir stjórn Gidos.

Safnaðarstarf:                                                         

Kirkjustarfið er í föstum skorðum, almennar messur að jafnaði tvisvar í mánuði og barnastarf vikulega frá hausti til páska, auk þess sem prestur er með vikulegar samverustundir með öldruðum, til skiptis á sjúkrahúsinu og á dvalarheimilinu.

Fjárhagur:                                                              

Skuldastaða kirkjunnar er slæm miklar skuldir kirkjunnar hafa verið veruleg byrði á undanförnum árum, megin áhersla sóknarenefndar er að greiða niður skuldir.

Velunnarar Siglufjarðarkirkju:                                  

Siglufjarðarkirkja hefur átt marga velunnara í gegnum tíðina og notið góðs af hollustu og veglyndi þeirra, bæði einstaklingar, fyrirtæki og félög.  Stærstur hefur verið hlutur Systrafélags Siglufjarðarkirkju í gegnum árin sem hefur stutt bæði með verulegum fjármunum og vinnuframlagi kirkjuna og safnaðarstarfið.

Siglufirði 15. apríl 2018.

 

Ólafsfjarðarprestakall:

olafsfjarðarkirkja

Ólafsfjarðarsókn:

 Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, formaður sóknarnefndar og

Sigmundur Agnarsson, safnaðarfulltrúi

Í nóvember lést Júlíanna Ingvadóttir, gjaldkeri sóknarnefndar, um aldur fram. Hún hafði verið í sóknarnefnd í 35 ár og látið sig málefni kirkjunnar miklu varða og tók virkan þátt í starfi hennar. Guð blessi minningu Júlíönnu. Á aðalsafnaðarfundi í vor verður nýr gjaldkeri kosinn.

Starf kirkjunnar í Ólafsfirði hefur verið blómlegt og vel sótt á árinu. Áfram var messað tvisvar sinnum í mánuði yfir vetrartímann í kirkjunni og einu sinni á Hornbrekku. Guðsþjónusta var haldin í tengslum við tónlistarhátíðina Berjadaga sem haldin var í ágúst og tók tónlistarfólk hátíðarinnar virkan þátt í guðsþjónustunni.

Barnastarf var á sunnudögum frá miðjum janúar til pálmasunnudags og frá miðjum september til fyrsta sunnudags í aðventu. Börnin heimsóttu heimilisfólk á Hornbrekku tvisvar á vormisseri og tvisvar á haustmisseri og glöddu með söng sínum og nærveru. Þetta eru nærandi og góðar stundir fyrir allar kynslóðir.

Átta samverur voru á haustmisseri og á vormisseri fyrir krakka níu til tólf ára. Umsjón hafði sóknarprestur en leiðtogar frá KFUM og K á Akureyri komu þrisvar í heimsókn. Foreldramorgnar voru á fimmtudögum í janúar til maí og frá miðjum september fram í miðjan desember. Umsjón hafði sóknarprestur. Óvenjufá börn fæddust í Fjallabyggð en samt var boðið upp foreldramorgna á þriðjudögum. Kyrrðarbænastundir eru á þriðjudögum kl. 17:30. Starf kirkjukórsins var þróttmikið og gott.

Sóknarprestur er með samverustund með heimilisfólki á Hornbrekku á miðvikudagsmorgnum. Síðasta fimmtudag hvers mánaðar eru kyrrðar- og bænastundir á Hornbrekku sem hafa mælst vel fyrir. Sjálfboðaliðar úr sókninni aðstoða.

Á árinu voru 27 guðsþjónustur, 20 barnaguðsþjónustur og 9 helgistundir á Hornbrekku, auk annarra helgi- og eða bænastunda. Skírnir voru 13, hjónavígslur 5, útfarir 9 og fermd voru fimm ungmenni.

Fjárhagur Ólafsfjarðarkirkju er ekki beisinn og það er sorglegt að ríkissjóður skuli ekki láta sóknirnar hafa nema hluta þeirrar upphæðar félagsgjalda sem hann innheimtir fyrir söfnuðina í landinu. Starf kirkjunnar í Ólafsfirði væri ekki eins gróskumikið og raun ber vitni nema vegna þess að sóknarfólk er tilbúið að starfa fyrir hana í gjafavinnu og eða gefa henni peninga.

Ólafsfjarðarkirkju bárust gjafir og áheit á árinu. Guð blessi alla gefendur, bæjarbúa og alla velunnara kirkjunnar.

Sóknarnefnd

Nafn Starf
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir formaður
Helga Jónsdóttir ritari
Sigmundur Agnarsson safnaðarfulltrúi
Hulda Þiðrandadóttir

Gunnlaug Kristjánsdóttir

aðalmaður

varamaður

Jónas Bergsteinsson

Daníel Páll Víkingsson

varamaður

varamaður

Stefán Víglundur Ólafsson varamaður
Svava Björg Jóhannsdóttir varamaður

Starfsmenn

Ave Kara Sillaots organisti

Hulda Þiðrandadóttir meðhjálpari

Guðbjörn Arngrímsson meðhjálpari

Auður Ósk Rögnvaldsdóttir barnastarf

 

Dalvíkurprestakall :

Dalvíkurkirkja-vetrarmynd 

 Dalvíkursókn: Safnaðarfulltrúi : Kolbrún Gunnarsdóttir.

Í Dalvíkursókn var helgihald með heðbundnum hætti eins og undanfarin ár, kirkjusókn þokkaleg  miðað við aðra staði. Kyrrðarstundir sem eru  í hádeginu á miðvikudögum í Dalvíkurkirkju og súpa á eftir,  eru svo sannarlega  vel sóttar. Sú frábæra  hugmynd að fá hina ýmsu aðila úr bæjarlífinu eins og heilsugæslufólk, lögregluþjón, slökkviliðsstjóra o.fl  til að vera með 10 mín fyrirlestur yfir súpunni , hefur reynst mjög vel.

Oddur Bjarni var  í fæðingarorlofi  seinni hluta árs og leysti Sigríður Munda hann af á meðan.

Messað var í Hánefsstaðareit  að venju, nú 20.ágúst, í blíðskaparveðri og boðið upp á kaffi og kleinur á eftir.  76 manns sóttu messuna og að henni lokinni var gengið fylktu liði niður að Svarfaðardalsá og Magnús prestur vígði nýja brú sem lögð var þar yfir fyrr um sumarið.

Ferðanefnd í Félagi aldraðra á Dalvík , í samvinnu við sóknarnefnd, hélt  3 skemmtisamkomur á síðasta ári í safnaðarheimili þar sem , gegn vægu aðgangsgjaldi , var boðið upp á kaffiveitingar og tónlist ásamt dansi fyrir þá sem vildu. Þokkaleg mæting og vel látið af. Verður endurtekið fljótlega.

 

Sunnudagaskólinn er vikulega, vel haldið utan um starfið og góð mæting hefur verið í vetur.

Kirkjugarðar eru í góðri umhirðu . Kveikt er á leiðalýsingu í þeim öllum í byrjun aðventu.

Keypt var ný uppþvottavél í eldhús safnaðarheimilis en öllu viðhaldi á kirkjum sem kominn var tími á , var frestað til 2018 þar sem of langt var liðið á árið þegar fagfólk fékkst í verkin.

Á fundi, sem haldinn var með formönnum kórs Dalvíkurkirkju, komu fram miklar áhyggjur af framtíð kórsins þar sem lítil endurnýjun er á kórfólki , lítill áhugi í samfélaginu fyrir því að vera í kirkjukór.                                                                                 

Sóknarnefnd og starfsmenn

Formaður Gunnsteinn Þorgilsson Sökku 621 Dalvík sakka@gmail.com
Gjaldkeri/meðhjálp Kristján Ólafsson Bjarkarbraut 11 620 Dalvík kristjanolafsson@simnet.is
Ritari/safn.fulltr Kolbrún Gunnarsdóttir Stórhólsvegi  4 620 Dalvík storholsvegur4@simnet.is
Meðstjórn Anna Hafdís Jóhannesd Bjarkarbraut 21 620 Dalvík skario@simnet.is
  Hjálmar Herbertsson Steindyrum 621 Dalvík steindyr@simnet.is
  Ómar Pétursson Skógarhólum 3 621 Dalvík omarpet@simnet.is
  Steinunn Úlfarsdóttir Melum 621 Dalvík steinaelfa@gmail.com
Varamenn Ágústa Bjarnadóttir Bjarkarbraut 19 620 Dalvík agustakb@gmail.com
  Hildigunnur Jóhannesd Hánefsstaðir 621 Dalvík hildigunnurj@simnet.is
  Ingibjörg M Ingvadóttir Dalbraut 2 620 Dalvík fvilhelms@simnet.is
  Jóhannes Hafsteinsson Miðkoti 621 Dalvík kul@simnet.is
  Magnús Magnússon Svæði 621 Dalvík maggiogheida@simnet.is
  Óskar Gunnarsson Dæli 621 Dalvík daeli@simnet.is
  Þóra Rósa Geirsdóttir Hlíðarbrekku 621 Dalvík hlidarbrekka@simnet.is
Sóknarprestur Magnús G Gunnarsson Dalbraut 620 Dalvík mgunn@internet.is
  Oddur Bjarni Þorkelsson Möðruvöllum 1 601 Akureyri oddurbjarni@gmail.com
Organisti/kórstj Páll Barna Szabo Ásholti 4b 621 Hauganes  
Barnastarf Eydís Ösp Eyþórsdóttir     Akureyri  
  Sigríður Jósepsdóttir Miðtúni 620 Dalvík siggajos@simnet.is
  Ingunn Magnúsdóttir   620 Dalvík  
  Íris Hauksdóttir Hjarðarslóð 620 Dalvík Iris.hauksdottir@bifrost.is
  Magnús Felixson Hólavegi 620 Dalvík  
           

 

Hríseyjarsókn :

Hríseyjarkirkja-inni

Narfi Björgvinsson formaður sóknarnefndar.

Á árinu 2017 má segja að starf okkar sem að kirkjunni koma, hafi verið með svipuðu sniði og mörg undanfarin ár hvað varðar helgihald og almennt safnaðarstarf. Vígslubiskup frú Solveig Lára Guðmundsdóttir vísiteraði Hríseyjarsókn þann 7. mars ásamt séra Gylfa Jónssyni. Spurning mín nú þegar ég rita þetta er hvort breyta mætti þessum heimsóknum þannig að fleiri fengju að upplifa, t.d. að vígslubiskup hitti söfnuðinn allan með messu og samsæti á eftir. Þá færi einn dagur hjá vígslubiskup í að hitta hverja sókn. Held það mundi styrkja sambandið sem á að vera þarna á milli. Hlín Torfadóttir hætti sem organisti á vordögum 2017 þökkum við Hlín fyrir hennar þjónustu. Páll Barna Zasbo tók við sem organisti. Og er þá komið að því að nefna þá þraut sem snýst um að halda úti kirkjukór í minni sóknum, held við í Hrísey séum ekki ein á báti þegar kemur að því að eldast og endurnýja hópinn sem stendur og syngur í messum. Veit ekki hvað er til ráða í þeim efnum? Meiri samvinna þ.e. minni sóknir ráði sameiginlega organista sem gætu sinnt þeim í fullu starfi, þyrftu ekki að stunda tónlistarkennslu eða stjórna öðrum kórum. Sem fyrr ber að þakka öllum sem styrkja okkur með vinnu og gjöfum.

Engar meiriháttar framkvæmdir voru við kirkju eða kirkjugarð á árinu.

Sóknarnefnd og starfsmenn:

Formaður,hringjari  Narfi Björgvinsson Lambhaga   4661745, 8987345 narfib@simnet.is

Ritari  Rósamunda K Káradóttir Sólvallagötu 1         4661769,  6948652 rosakara@internet.is

Gjaldk,safnaðarf. Guðrún Þorbjarnard  Miðbraut 4a 4663594, 6924910 midbraut@simnet.is

Meðhjálparar        Almar Björnsson Austurvegi 13    4661709, 6954209

Guðrún Þorbjarnardóttir

Kirkjuverðir  Bjarni Thorarensen og Sigríður Magnúsdóttir Miðbraut 4b 4661718, 82183

Árni Kristinsson  Hólabraut 3a     4661754, 8971754

Organisti       Páll Barna Zasbo.

Kirkjugarðsverðir  Hanna Hauksdóttir og Narfi Björgvinsson Lambhaga.

 

Miðgarðakirkja í Grímsey: Alfreð Garðarsson sóknarnefndarformaður.

Kirkjan varð 150 ára á nýliðnu ári og var af því tilefni haldin hátíðarmessa sem sr. Magnús G Gunnarsson sá um og Ívar Helgason flutti tónlistaratriði.  Eftir athöfn var svo haldin veisla í félagsheimilinu þar sem Magnús var veislustjóri og Ívar söng fyrir okkur.  Sótt var um styrk vegna afmælisins og fengum við 150.000 kr.
Eldri Grímseyingur tók að sér að lagfæra tröppur framan við kirkjuna og að steypa í skemmdir. Nýir kastarar upplýsa kirkjuna og ljósin meðfram kirkjustéttinni voru lagfærð. Einnig var kirkjuhliðið sent aftur til Akureyrar í polýhúðun. Keyptir voru nýjir ljósakrossar til að setja á leiðin.
Kirkjuhald var annars með hefðbundnu sniði.  Fermd var ein stúlka.
Umhirða garðsins var í höndum tveggja vaskra unglinga.
Soknarnefnd helst óbreytt milli ára.
 

Stærri – Árskógssókn :

Stærra-Árskógskirkja

Bára Höskuldsdóttir, formaður sóknarnefndar.

 

Í Stærri Árskógskirkju var helgihald með svipuðu sniði og undanfarin ár. Barnastarfið fer fram í Árskógarskóla og er annan hvern þriðjudag í vetur, séra Oddur Bjarni Þorkelsson og séra Magnús Gamalíel Gunnarsson skiptast á að vera með börnunum ásamt Guðrúnu Ragúelsdóttur. 7. mars vísiteraði séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup okkur ásamt eiginmanni sínum Gylfa Jónssyni. Þetta var notaleg samverustund. Kirkjukvöldið okkar var með óhefðbundnu sniði þetta árið og var haldið á veitingastaðnum Bakkalábar á Hauganesi og var var mætingin framar öllum vonum, alls mættu um 80 manns. Boðið var upp á plokkfisk og rúgbrauð eftir kirkjukvöldið og mæltist það vel fyrir. Aðventukvöldið var í byrjun desember og var kveikt á leiðarlýsingunni í kirkjugarðinum sem Lionsklúbburinn Hrærekur sér um að athöfn lokinni. Hlín Torfadóttir organistinn okkar hætti í vor og Páll Barna Szabo tók við sem organist og byrjaði hann í haust. Hirðing garðs hefur verið til fyrirmyndar að venju og einnig umsjón með kirkjunni. Ég vil þakka öllum þeim sem hafa komið að kirkjustarfinu fyrir gott samstarf og vel unnin störf.

Starfsfólk kirkjunnar er:

Páll Barna Szabo, organist og kórstjóri.

Elías Þór Höskuldsson, umsjónarmaður kirkjugarða og grafari.

Elísabet Sigursveinsdóttir, hirðing garðs.

Hilmir Sigurðsson, hringjari.

Kristrún J. Sigurðardóttir, meðhjálpari og umsjón með kirkju.

Guðlaugur Ásólfsson, sér um mokstur að kirkju.

 

Sóknarnefnd skipa:

Bára Höskuldsdóttir formaður bara@solrun.is

Elísabet Sigursveinsdóttir gjaldkeri eliasth@mi.is

Elín Lárusdóttir ritari og safnaðarfulltrúi baldvin@tpostur.is

Ragnar Reykjalín Jóhannesson helgaharalds@gmail.com

Baldvin Haraldsson baldvin@tpostur.is

 

Til vara:

Kristrún J. Sigurðardóttir kristrun.hauganesi@gmail.com

Guðrún Ragúelsdóttir gudrunraguels@gmail.com

Anna Lilja Stefánsdóttir

Kristín Ragnheiður Jakobsdóttir.

 

Möðruvallaklausturssókn :

Möðruvallaklausturskirja_hlið

Stefán Magnússon, formaður sóknarnefndar

Starfið í söfnuðinum var með nokkuð hefðbundnum hætti á árinu.  Það sem þó skar sig úr var að á árinu var haldið uppá 150 ára vigsluafmæli sóknarkirkjunnar að Möðruvöllum. Var þess minnst sérstakleg í afmælismessu  27.  ágúst sl. þar sem sóknarprestur, prestur og prófastur komu að ásamt söfnuði. Setti það nokkurn svip á samkomuna að  hópur kirkjugesta kom ríðandi til messu íklædd  nítjándu aldar klæðnaði. Einnig voru haldin á afmælisárinu  fjögur fyrirlestrakvöld í Leikhúsinu , tvö fyrri hluta árs og tvö seinni hluta um efni sem tendust  Möðruvöllum og kirkjunni.  Kór kirkjunnar  undir stjórn Sigrúnar Mögnu Þórsteinsdóttur hélt vortónleika 1. maí  þar sem þemað var skáld úr heimahéraði, bæði ljóðskáld og tónskáld. Dagskrá afmæisársins tókst vel og var gerður góður rómur að.

Framkvæmdir á vegum safnaðarins voru þær helstar að klárað var að mála kirkjuna að utan en það verk hófst árið áður þegar turninn og þakið voru máluð.

Einnig var sáluhliðið endurnýjað og var það all mikið verk. Sáluhliðið er frá 1781 með áletruðu versi úr passíusálmun Hallgríms Péturssonar.

Mikið sjálfboðið starf er unnið fyrir kirkjurnar í sókninni og fyrir söfnuðinn. Er öllum hlutaðeigandi færðar kærar þakkir fyrir sitt ómetanlega framlag.

 

Glerárprestakall:

 

Lögmannshlíðarsókn: Vilhjálmur Kristjánsson, formaður  sóknarnefndar

Sóknarnefnd.

Vilhjálmur G. Kristjánsson formaður
Björn Ingimarsson Gjaldkeri

Kristín Halldórsdóttir Varaformaður

Jakobína E. Káradóttir ritari
Hafdís Björg Hjálmarsdóttir.
Erna Hildur Gunnarsdóttir
Gauti Hallsson.
Ívar Hansen
Tómas Sævarsson.
Jón Birgir Guðmundsson
Eva Úlfsdóttir

Sókarnefnd vinnur með þeim hætti að  framkvæmdanefnd er að störfum  á milli funda sóknarnefndar. Framkvæmdanefndar fundi sitja  Vilhjálmur G. Kristjánsson formaður sóknanefndar  Björn Ingimarsson Gjaldkeri Kristín Halldórsdóttir Varaformaður Jakobína E. Káradóttir ritari og Gunnlaugur Garðarsson sóknarprestur.

Umsjónarmaður fasteigna er Haukur Þórðarson og kirkjuvörður er Hermann Jónsson.

Aðalfundur sóknarinnar var haldinn 30 apríl 2017 og var á þeim fundi kosinn kjörnefnd sem hafði þann starfa að kjósa nýjan prest. Í framkvæmdanefnd hafa verið haldnir  7  fundir auk ýmissa vinnu funda sem tengjast starfsmannamálum .  Í  sóknarnefnd hafa verið haldnir  tveir fundir. Kjörnefnd kom saman tvisvar sinnum. Farið var í ferðalag vestur að Hólum í Hjaltadal þar sem fólk úr söfnuðinum var viðstatt vígslu sr. Stefaníu Steinsdóttir  sem þá hafði verið valinn nýr prestur safnaðarins. Fráfarandi prestur Jón Ómar var kvaddur 28  maí og óskum við honum alls hins besta.

Fjárhagsstaða safnaðarins er ágæt og engar langtíma skuldir íþyngja honum. Það eru þó blikur á lofti í þessu efni og ljóst að rifa þarf  seglin til lengri tíma litið . Á síðustu árum hefur viðhaldi verið sinnt eins og kostur er og má nefna að á síðasta ári þá var ráðist í viðgerðir á turni Glerárkirkju . Það er ljóst að tekjur sem kirkjan hefur af sóknargjöldum hafa dregist saman síðastliðin ár á sama tíma og launaliðir hafa hækkað og að þessu þarf safnaðarstjórnin að huga.

Söfnuðurinn hefur eina starfsstöð, Glerárkirkju. Söfnuðurinn á einnig gamla trékirkju, Lögmannshlíðarkirkju.

Í húsnæði kirkjunnar er starfræktur leikskóli á vegum Akureyrarbæjar. 

Almennt um kirkjustarfið

Lögmannshlíðarsókn er önnur tveggja sókna á Akureyri. Íbúar voru um 7330 í sókninni 1. desember 2016. Sóknin tilheyrir Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og er á  Akureyri ásamt Akureyrarsókn. Í Lögmannshlíðarsókn eru fjórir leikskólar, þrír grunnskólar, sambýli og eitt öldrunarheimili.

Íbúar í póstnúmeri 603 eru eins og fyrr segir 7330  og skiptast þannig, að um 9% eru undir skólaaldri, 15% á grunnskólaaldri 7% á framhaldskólaaldri, 20% á bilinu 20-34 ára, 37% á aldrinum 35 – 64 ára og 12% eru 65 ára og eldri. Styrkleikar safnaðarins felast í góðum tengslum kirkjunnar við fólkið í hverfinu, samfélaginu sem og í góðu starfsfólki og sjálfboðaliðum.

Söfnuðinum þjóna sóknarprestur og prestur í fullu starfi. Einnig eru djákni, organisti og umsjónarmaður í fullu starfi og kirkjuvörður í 80% starfi. Þá eru nokkrir starfsmenn í hlutastörfum við tónlistarstarf kirkjunnar, barna- og æskulýðsstarf. Auk þessa koma margir sjálfboðaliðar að starfi kirkjunnar. Í Glerárkirkju er messa og sunnudagaskóli alla sunnudaga yfir vetrarmánuðina, en yfir sumartíman eru kvöldmessur. Þar fer einnig fram allt hópa- og fræðslustarf safnaðarins. Glerárkirkja er velbúin til þess að þjóna fjölbreyttum hópum og eru aðgengismál í góðum farvegi. Í kirkjunni er ágætis starfsaðstaða fyrir starfsfólk safnaðarins.

Auk helgihalds fer því fram margvíslegt barna-, unglinga- og eldri borgarastarf. Má þar nefna sunnudagaskóla, foreldramorgna, tónlistastarf fyrir börn í 1.-10. bekk, Glerungar fyrir 1. – 3. bekk, TTT fyrir 5.-7. bekk og unglingastarf fyrir 8.-10. Þá koma nokkrir hópar AA samtakana saman í kirkjunni. Unglingastarf kirkjunnar er í samstarfi við KFUM og KFUK á Akureyri og fer alla jafna fram í félagshúsi KFUM og KFUK í Sunnuhlíð. Í kirkjunni er auk þessa boðið upp á fjölbreytt námskeið og fræðslustundir m.a. 12 – spora starf, hjónanámskeið, Biblíu – og trúfræðsla.

Þá hafa prestar safnaðarins sinnt samverum og guðsþjónustum á öldrunarheimilum Akureyrarbæjar í samstarfi við presta Akureyrarkirkju.

Í hverfinu starfar öflugt íþróttafélag ásamt fjölda annarra félagasamtaka. Einnig starfar Kvenfélagið Baldursbrá í hverfinu og hefur það stutt myndarlega við kirkjustarfið i sókninni til langs tíma.

Til lengri tíma litið

Sóknarnefnd Glerárkirkju vill að kirkjan sé hluti af lífi samfélagsins í hverfinu og leggur áherslu á uppbyggjandi og nærandi fræðslustarf og að til staðar sé öflugt barna- og æskulýðsstarf á vegum safnaðarins. Því er æskilegt er að prestar safnaðarins hafi þekkingu, reynslu og áhuga á starfi með ungmennum og fjölskyldum þeirra. Söfnuðurinn leggur áhersla á mikilvægi tónlistarlífs kirkjunnar og er það kostur ef prestar nýta það við helgihaldi og fræðslu. Glerárkirkja er byggð inn í íbúðahverfi og hefur söfnuðurinn áhuga á að starfið í kirkjunni endurspegli það, að hún sé hverfiskirkja. Prestar kirkjunnar þurfa að vera meðvitaðir um þetta samhengi safnaðarstarfsins og hafa áhuga á að láta sér það varða með uppbyggilegum hætti.

Er vilji og löngun til að ná til ungs fólks með þjónustu kirkjunnar með áherslu á starf fyrir börn og unglinga, foreldramorgna og eldri borgarastarf. Megin áhersla sóknarnefndar Lögmannshlíðarsóknar næstu ár er að efla starf kirkjunnar með öllu fólki í sókninni, þannig að allt sóknarfólk geti fundið sér stað í kirkjustarfinu. Að þetta verði gert m.a. með ríkari áherslu á stefnumótun safnaðarins og fjölbreytni í safnaðarstarfi og helgihaldi.

 

Akureyrarprestakall:

kirkjulist_listsýning2017

Akureyrarkirkja: Skýrslu vantar vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

 

Laugalandsprestakall:

 

Stjórn kirkjugarða Laugalandsprestakalls:

Emilía Baldursdóttir, ritari

 

Helstu verkefni og viðburðir 2017-2018

Stjórnina skipuðu: Formaður Reynir Björgvinsson, gjaldkeri Hjörtur Haraldsson, ritari Emilía Baldursdóttir, varaformaður Ólafur Thorlacius og meðstjórnendur Ingibjörg Jónsdóttir og Lilja Sverrisdóttir. Prófastur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis,  Jón Ármann Gíslason eða fulltrúi hans situr fundi stjórnar sem og sóknarprestur, Hannes Blandon. Sóknarprestur sat annan af tveimur fundum ársins.

Aðalfundur var haldinn laugardaginn 11. febrúar í Sólgarði þar sem allir aðalmenn mættu. Einungis 1 annar fundur var haldinn á árinu; sunnudaginn 26. nóvember að Syðra-Hóli. Þar mættu aðalmenn og sóknarprestur.

Framkvæmdir á árinu voru nokkrar. Í Saurbæ var fjarlægt grafhýsi frá árinu 1942 og 2 kistur sem voru í því voru jarðsettar og krossar endurnýjaðir. Þá var garðurinn norðan og vestan við kirkjuna sléttaður og þökulagður. Kostnaður við þessar framkvæmdir var um 1.8 milljón en Saurbæjarsókn lánaði verulegan hluta þessarar upphæðar. Á Grund var lokið við gangstíg og málningarvinnu á grindverki umhverfis garðinn. Þá voru fjarlægð tré og hluti af eldri garði sléttaður og þökulagður.  Ekki hefur enn náðst samkomulag við eigendur jarðar í Kaupangi um þinglýsingu á kirkju og garðinum en unnið verður í því áfram. Ingólfur Jóhannsson sá um venjubundna hirðingu allra garðanna. Hann annaðist einnig grafartökur en 6 greftranir fóru fram í prestakallinu árið 2017.

Ársskýrsla þessi lögð fyrir aðalfund Kirkjugarðastjórnar 3. mars 2018 og samþykkt.

Grundarsókn, Eyjafirði : Hjörtur Haraldsson formaður.

Safnaðarstarf:

Safnaðarstarf var með svipuðu sniði og undanfarinn ár, athafnir á árinu voru 18,  6 almennar messur, þar af var heimsókn frá Stóra-Núps- og Ólafsvalla-sóknum. 2 fermingar, 2 skírnarathafnir, 5 giftingar, 1 jarðsetning, aðventukvöld, tónleikar, kirkjukórinn tók upp geisladisk (að hluta), og heimsókn ferðamanna. Að morgni 10 mars 2017 heimsótti Vígslubiskupinn á Hólum, Séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir Grundarkirkju, var þetta í tengslum við Vísitasíu hennar í Laugalandsprestakalli þennan dag.

Kirkjan:

Viðhald á árinu var minna en til stóð, grindverk meðfram stétt, frá aðaldyrum til suðurs og í austur að vestan var allt endursmíðað, málað og frágengið, ekki tókst að mála suðurhlið og turn eins og til stóð, var það vegna anna hjá verktaka sem tók verkið að sér, húsafriðun hefur veitt styrk í þetta verkefni.

Kirkjugarður:

Eldri hluti garðs var sléttaður og þökulagður, sláttur og hirðing er sem fyrr í umsjá Ingólfs Jóhannssonar, en allir garðar í Laugalansdprestakalli eru reknir undir einni stjórn.

Sóknarnemd og starfsmenn.

Formaður: Hjörtur Haraldsson Víðigerði                                                                                                                                   Ritari: Beate Storme  Kristnesi                                                                                                                                          Gjaldkeri: Níels Helgason Meltröð 4                                                                                                                           Meðstj. Guðrún Svanbergsdóttir Árbakka                                                                                                                   Meðstj. Bjarki Árnason Vallartröð 7                                                                                                                         Organisti/kórstj. Daníel Þorsteinsson Skógartröð 9                                                                                                Meðhjálpari/húsvörður. Hjörtur Haraldsson Víðigerði

 

 

Kaupangssókn: Hansína María Haraldsdóttir, formaður sóknarnefndar.

Safnaðarstarf  var með venjubundnu sniði árið 2017.  Ein útför var frá Kaupangskirkju þann 6.febrúar 2017.
Þann 10.mars vísiteraði séra Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup,Kaupangskirkju, hún lýsti ánægju sinni með útlit og umhirðu kirkju og kirkjugarðs-
umhverfis.Páskamessa var 16.apríl og þann 27.ágúst var hátíðarmessa og vígsla á nýjum altarisdúk,sem hannaður var og saumaður af Jennýju Karlsdóttur listakonu
og gefinn af henni og fjölskyldu hennar.Einnig voru við sama tilefni teknir í notkun 6 koparkertastjakar gefnir af Hansínu M Haraldsdóttur og fjölsk.
Á jólaföstu var árleg heimsókn sjöunda bekkjar Hrafnagilsskóla í tengslum við litlu jól nemenda,þar sem haldin er helgistund.
Nokkrar giftingar og skírnir voru í kirkjunni þar sem fólk utan safnaðirins fékk að nota kirkjuna.
Snemma árs baðst Óli Þór Ástvaldsson undan frekara starfi fyrir kirkjuna og sagði sig úr sóknarnefnd en hann hafði verið formaður sóknarnefndar og meðhjálpari
um langt árabil,einnig sagði Laufey Gunnarsdóttir gjaldkeri frá störfum þar sem hún var flutt burt úr sókninni.
Þann 25.maí var aðalsafnaðarfundur haldinn og voru þá kjörin í sóknarnefnd:

Hansína María Haraldsdóttir formaður og meðhjálpari-   majahar56@simnet.is
Þorbjörg Helga Konráðsdóttir gjaldkeri             –   thorbjorg@gmail.com
Einar Grétar Jóhannsson ritari                     –   einarjohanns@gmail.com
1.varamaður Emilía Baldursdóttir
2.varamaður Stefán Guðlaugsson

þetta er í stórum dráttum starf okkar á s.l. ári bestu kveðjur
 Munkaþverársókn: Valgerður G. Schiöth,  ritari

Hefðbundið helgihald var á árinu 2017 í Munkaþverársókn, fimm messur og ein helgistund á föstudaginn langa þar sem lesið var úr Passíusálmum, auk skírnaraathafna og brúðkaups. Vígslubiskup sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir vísiteraði í mars og varð þess ákynja að sóknarnefnd var ekki mótfallin þeirri hugmynd að ganga til sameiningar við aðrar sóknir í prestakallinu.  Þá hófust viðræður sóknarnefndafólks um það málefni og stýrði prófastur þeim fundum.  Fengum við upplýsingar frá þeim sóknum sem höfðu sameinast, til að geta metið kosti og galla við hugsanlega sameiningu.

Framkvæmdir við kirkjuna sjálfa voru ekki á árinu nema skift var um ofna og enn sem fyrr vantar grindverk utan um hinn nýja hluta kirkjugarðs og verður vonandi bætt úr því á næstunni.

Kór Laugalandsprestakalls gaf út geisladisk með blönduðu efni á árinu, „Credo“ .  Lagaval er bæði kirkjulegs og veraldlegs eðlis, og er stór hluti saminn í okkar héraði bæði lög og textar.

Sóknarnefnd skipa:

Reynir Björgvinsson formaður 4631220

Benjamín Baldursson gjaldkeri  4631191

Valgerður Schiöth ritari              4631215

Daníel Þorsteinsson organisti    4627034

Aníta Jónsdóttir meðhjálpari      7727300

 

 

 

 

 Saurbæjarsókn í Eyjafirði: Auður Thorberg Jónasdóttir, formaður.

Á aðalfundi sem haldinn var 15. mars 2018 var fjallað um áframhaldandi viðræður um sameiningu allra sókna í Kaupvangsprestakalli og samþykkt að halda þeim áfram. Auður Thorberg Jónasdóttir var kjörin í kjörnefnd og sóknarnefnd er óbreytt frá í fyrra, Auður Thorberg Jónasdóttir formaður, Lilja Sverrisdóttir gjaldkeri, Helga Björg Sigurðardóttir ritari, Birgir Arason er varamaður í sóknarnefnd og meðhjálpari.

Í sumar hrundi úr norðurvegg kirkjunnar og var það lagað af Þjóðminjasafninu til bráðabirgða, en það það er öllum ljóst að gera verður betur við þann vegg og klára þakið og endurgera suðurhlið þess hið fyrsta.

 

 

 

 

Hólasókn: Ingibjörg Jónsdóttir, ritari.

Messur í Hólakirkju voru 3 á árinu.  Sú fyrsta um jafndægur á vori, önnur að hausti og svo jólamessan.Kirkjueigendur bjóða kirkjugestum ætíð kaffi og meðlæti eftir athafnir.  Margvísleg málefni eru þá rædd yfir borðum.

Eitt barn var skírt síðla sumars.Að venju voru börnin í Sumarbúðunum að Hólavatni með helgistundir í kirkjunni.Formaður sóknarnefndar og meðhjálpari önnuðust þrif í kirkjunni.Sóknarnefnd sat flesta þá fundi er fjölluðu um sameiningu sókna í Laugalandsprestakalli.

 

Sóknarnefnd og starfsmenn.

 

Formaður:                   Anna Þórsdóttir Steinhólaskála           601 Akureyri       s. 463-1270    865-7230

Ritari safnaðafulltrúi:  Ingibjörg Jónsdóttir Villingadal 601 Akureyri       s. 463-1381

Gjaldkeri:                     Sveinn R. Sigmundsson Vatnsenda   601 Akureyri       s. 463-1260    896-1360

Meðhjálpari:                 María Tryggvadóttir Grænuhlíð          601 Akureyri       s. 463-1291

Organisti og kórstjóri: Daniél Þorsteinsson Skógartröð 9      601 Akureyri       s. 462-7034

 

Eigendur                      Sveinn R. Sigmundsson Vatnsenda   601 Akureyri       s. 463-1260    896-1360

kirkju                          Guðný Óskarsdóttir Vatnsenda         601 Akureyri       s. 463-1260

 

Ábúendur                    Sigmundur Sveinsson Hólum 601 Akureyri       s. 463-1262

Hólum                          Anna Sonja Ágústsdóttir Hólum          601 Akureyri       s. 463-1262

 

 

Ingibjörg Jónsdóttir ritari.

 

Möðruvallasókn í Eyjafirði fram:

Skýrsla barst ekki.

 

 

 

Laufásprestakall:

 

 Svalbarðskirkja á Svalbarðsströnd :

 Anna María Snorradóttir ritari Sóknarnefndar.

  

Í safnaðarnefd eru:

Guðrún Guðmundsdóttir   form.             Halllandi 2       4624911/8994912                        hall2@simnet.is

Guðfinna Steingrímsdóttir gjaldk.   Litla Hvammi 2        4623728/8679384  gudfinna@svalbardsstrond.is

Anna María Snorradóttir    ritari      Smáratúni 16b       4625256/8495871                    maja@rettarholl.is

Helgi Ólafsson                                            Álfafelli       4611595/8631595

Árni Jónsson                                           Kotabyggð 1      4633354/8623243

Í varastjórn eru:                                                                                                                                                                

  1. Fjóla Þórhallsdóttir Smáratúni 1                                                   4627773/8920773

Sveinn Steingrímsson                        Heiðarbóli                                                          4626975/8422669

Bjarney Bjarnadóttir                          Þórsmörk                                                        4624502/8618860

Helga Kvam                                        Mógili                                                              4624449/8658052

Helgi Viðar Tryggvason                       Laugartúni 19c                                                4524242/8631069

 

Kirkjuverðir eru Anna María Snorradóttir meðhjálpari og Ólafur Eggertsson hringjari.

Formaður kirkjukórs er Hólmfríður Freysdóttir Halllandi 1.      Póstfang allra er  601 Akureyri.

Helgihald hefur verið með svipuðu sniði og verið hefur.   Morgun eða kvöldmessur, ljúfir  orgeltónar við kertaljós. Sunnudagaskóli einu sinni i mánuði.   Fyrri part árs spilaði Hjalti Már undir söng í kirkjuskólanum en Heimir Ingimarsson  tók við seinni part árs   Að venju var lokahátíð kirkjuskólans í Laufási á vordögum með hoppikastala og meðlæti.  Ýmislegt að skoða í umhverfinu og jafnvel kíkt í fjárhúsin. Fermingarfræðslan er til skiptis í Svalbarðskirkju og á Grenvík.   Einnig æfingar kirkjukórsins.

Haldið var upp á 60 ára afmæli kirkjunnar á vordögum .  Biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir heiðraði  okkur með nærveru sinni og þátttöku í helgihaldi og veisluhöldum.  Guðfinna Steingrímsdóttir tók saman myndir af ýmsum atburðum í gegnum árin  m.a af fermingarbörnum og sýndi á tjaldi í kirkjunni.  Í safnaðarstofu  gæddi fólk sér á flatbrauði með hangiketi, pönnukökum og kleinum,  auðvitað var kaffi á könnunni.            Ný Gestabók var tekin í notkun.   Er hún gjöf frá eldri borgara hópnum.

Eldri borgarar komu saman fyrsta  þriðjudagsmogn í mánuði í  Safnaðarstsofunni, þar var margt spjallað og rifjað upp.  Drukkið kaffi og gott meðlæti kætti fólk.   Séra Bolli duglegur að líta inn með góð innlegg, ljóð, frásagnir og fréttir.

Tvö brúðkaup voru í kirkjunni og fimm börn skírð á árinu.  Á föstudaginn langa lögðu 6 manns af stað í föstugöngu í fylgd Björgunarsveitarinnar Týs.  Allmargir bættust í hópinn á leiðinni út í Laufás.   Sjö börn voru fermd  á Sumardaginn fyrsta eins og hefð er fyrir.           Krossbandið frá Akureyri tók þátt í kvöldmessu á haustdögum og fluttu þau lög og texta Bubba og Magga Eiríks.

Töluvert er um heimsóknir í kirkjuna,  fólk kemur saman á ættarmótum og hefur gaman af að koma í kirkjuna, skoða gestabókina og rifja upp ferlmingardaga og skírnir.  Svo eru það ferðamenn sem koma gjarnan inn þegar einhver er í kirkjunni.  Erlendir ferðamenn eru duglegri að koma inn þyrstir í fróðleik, Íslendingarnir ganga í kring kíkja á glugga og eru að flýta sér margir þegar þeim er boðið inn.

Sóknarpresturinn okkar sr. Bolli tók sér frí um jól og áramót og hélt á hlýrri slóðir með fjölskyldu sinni.  Sr. Jón Ármann á Skinnastað hljóp í skarðið fyrir hann á aðfangadag, kom  og fór í leiðinda veðri en helgihaldið bjart og notalegt.   Það er gaman að geta þess að hann hóf  helgihald  jólanna  í Svalbarðskirkju á Svalbarðsströnd vestustu kirkju prófastsdæmisins og endaði í Svalbarðskirkju Þistilfirði þeirri austustu.

 

 

 

 Laufás- og Grenivíkursókn: Valgerður Sverrisdóttir, formaður sóknarnefndar.

Sóknarnefnd er óbreytt og þannig skipuð: Valgerður Sverrisdóttir formaður, Anna Bára Bergvinsdóttir gjaldkeri, Borghildur Ásta Ísaksdóttir ritari, Hreinn Skúli Erharðsson og Þorsteinn E. Friðriksson meðstjórnendur.

Varamenn: Björn Ingi Hermannsson, Sigurlaug Sigurðardóttir, Nanna Kristín Jóhannsdóttir og Sólveig Kristjánsdóttir.

Nanna Kristín Jóhannsdóttir er meðhjálpari og sér um þrif á Grenivíkurkirkju.

Organisti og kórstjóri: Petra Björk Pálsdóttir.

Alla jafna fer fram ein guðsþjónusta í mánuði í sókninni og einn máðarlegur sunnudagaskóli yfir vetrartímann. Þá er kirkjuskóli í safnaðarstofu Grenivíkurkirkju strax að loknum skólatíma á tveggja vikna fresti. Fermingarsamvera/æskulýðssamvera er einnig mánaðarlega fyrir öll fermingarbörn prestakallsins saman og er farið með hana á milli kirkna. Helgistundir/bókahorn með reglubundnum hætti á Grenilundi. Magnamessa fór fram í Grenivíkurkirkju 19. mars. Guð og boltinn í forgrunni. Föstuganga var á föstudaginn langa og lestur passíusálma á Grenilundi. Páskahelgihald með hefðbundnu sniði. Barnastarfshátíð fór fram í Laufási 21.maí. Fermt var í Grenivíkurkirkju á hvítasunnu. Bryggjuguðsþjónusta fór fram laugardaginn fyrir sjómannadag. Orgeltónar í umsjá Petru organista á kyrrðarstundum í Grenivíkurkirkju. Söfnuður Ólafsfjarðarkirkju kom í heimsókn 1.okt og messaði með okkur og sr. Sigríður Munda Jónsdóttir flutti prédikun. Kirkjukaffi á eftir. Bleik messa í Grenivíkurkirkju 12.nóv og fulltrúar frá Krabbameinsfélagi Ak.og nágrennis kynnti starf sitt. Aðventusamvera var á aðventu og jólahelgihald með hefðbundnu sniði nema hvað sóknarprestur var í leyfi. Hann fékk trausta afleysingu.

Sóknarnefndarfundir voru tveir þegar aðalsafnaðarfundur er meðtalinn.

Haldið var áfram með málun Grenivíkurkirkju að innan og hefur fengist styrkur úr Jöfnunarsjóði sókna til að mála hana að utan.

Altari til minningar um séra Pétur Þórarinsson var flutt frá Vestmannsvatni í safnaðarstofu Grenivíkurkirkju til varðveislu.

 

Hálssókn: Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir, formaður sóknarnefndar.

Sóknarnefnd hélt einn bókaðan fund auk aðalsafnaðarfundar sem haldin var 27. apríl á Illugastöðum. Einn fulltúi fór á Héraðsfund. Hátíðarmessur voru um jól og áramót, sameiginleg messa 26. desember í Þorgeirskirkju fyrir sóknir Háls,Ljósavatns og Lundarbrekku, og áramótamessa 8. janúar í Draflastaðarkirkju. Páskamessa var í Hálskirju 16. apríl.

  1. nóvember var messað í Hálskirkju þar sem nýtt orgel var tekið í notkun.

Sameiginlegar kvöldstundir  voru í tvö skipti í Þorgeirskirkju þar sem annarsvegar var Kveikjukvöld í tali og tónum og hinsvegar Fjallakvöld einnig í tali og tónum. Aðventukvöld fyrir allar sóknirnar þrjár það er Ljósavatns-Lundarbrekku og Hálssókn 8 desember í Þorgeirskirkju.

Föstudaginn langa var Föstuganga frá Végeirsstöðum niður í Laufás og þar sameinuðust göngur frá þrem stöðum og þáðu súpu í þjónustuhúsinu og að lokum hlustaði fólk á tónlist í Laufáskirkju.

Þrjár skírnir í Hálskirkju .

Kyrrðarstundir voru í Illugastaðakirkju á þriðjudagskvöldum frá 13. júní til 1. ágúst, þessar stundir sóttu um 40 manns.

Kirjuskólinn var sameiginlegur í Þorgeirskirkju.

Tvær útfarir voru í sókninni á árinu, greftrun ein í Hálskirkjugarði og ein í heimagrafreit í Lundi.

Kirkjukórarnir í Háls-Lundarbrekku- og Ljósavatnssóknum æfa saman í Þorgeirskirju undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttu.

Unnið var að endurbótum á garði og leiði löguð í Hálskirkjugarði og um það sá Túnþökusala Nesbræðra.

Um þrif og umhirðu kirkna,   Jón og Hlíf á Illugastöðum sáu um þrif á Illugastöðum, í Draflastaðakirkju sáu Svanhildur og Jón í Hjarðarholti um það og í Hálskirkju Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir í Nesi .

Um slátt og grisjum á kirkjugörðum á Hálsi og Draflastöðum sá Kristján I. Jóhannesson. Á Illugastaðkirkjugarði  Jón Þ. Óskarsson.

Samstarf við sóknarprest og aðra starfsmenn kirkjunnar gengur vel.

Í sóknarnefnd eru Sigurlína Hrönn Halldórsdóttir Nesi formaður, Svanhildur Þorgilsdóttir Hjarðarholti ritari, Hlíf Guðmundsdóttir Illugastöðum gjaldkeri.

Til vara eru. Ásvaldur Ævar Þormóðsson Stórutjörnum, Gunnar Hallur Ingólfsson Steinkirkju og Agnes Þórunn Guðbergsdóttir Hróarsstöðum. Meðhjálparar og hringjarar eru á Hálsi Agnes Þórunn Guðbergsdóttir á Hróarsstöðum, á Illugastöðum Jón Þórir Óskarsson og Hlíf Guðmundsdóttir, og á Draflastöðum Svanhildur Þorgilsdóttir og Jón F. Sigurðsson.

Organisti Dagný Pétursdóttir á Öxará.

 

Ljósavatnssókn: Sigurður Birgisson, formaður.

Helgihald var með hefðbundnu sniði árið 2017, þ.e. almennar messur, fjölskylduguðsþjónustur og barnastarf.  Kirkjuskólinn var á sínum stað einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina ásamt fermingarfræðslu samverum. Þá var fermingarmessa á páskadag og líka  í júní. Kveikjukvöld  var haldið í mars  þar sem Séra Bolli las upp úr bók sinni og Heimir Bjarni Ingimarsson sá um tónlistarflutning. Þá var Fjallakvöld þar sem Hermann Gunnar Jónsson sýndi myndir og fjallaði um nýútkomna bók sína Fjöllin í Grýtubakkahreppi og kirkjukórinn söng fjallasöngva. Æðruleysismessa var haldin þar sem Elvar Bragason flutti trúarlega tónlist , voru þetta  sameiginlegar stundir fyrir Háls-, Lundarbrekku- og Ljósavatnssókn.  Fleiri sameiginlegar stundir áttu þessar þrjár sóknir í Þorgeirskirkju svo sem aðventukvöld 8. desember og jólamessu sem haldin var á jóladag og þjónaði Séra Jón Aðalstein Baldvinsson þar sem Séra Bolli var í fríi um jólin.

Nokkrir tónleikar voru haldnir í Þorgeirskirkju þetta árið.

Þorgeirskirkju bárust að gjöf 6 lágir ljósastaurar  frá Kvenfélagi Ljósvetninga og eru þeir uppsettir við uppgönguleið að kirkju.

Enginn sumarstarfsmaður var í Þorgeirskirkju þetta sumarið og var kirkjan því ekki formlega opinn sökum skorts á fjármagni. En þrátt fyrir lokun koma allmargir heim að kirkju þessa sumarmánuði til að njóta náttúru, kyrrðar og ekki síst þess umhverfis og sögu sem staðurinn býður uppá.

Aðalsafnaðarfundur var svo haldinn 18. júní 2017 þar sem við m.a. kusum okkur kjörnefndarmann fyrir söfnuðinn. Störf sóknarnefndar voru með venjubundnum hætti á árinu en hún sér um þrif á Þorgeirskirkju og slátt á kirkjugarði.

 

Sóknarnefnd og starfsmenn.

Formaður og umsjónarmaður kirkju. Sigurður Birgisson Krossi.  S:8949574

Gjaldkeri: Hávar Örn Sigtrygsson. Hriflu 3

Ritari: Aðalheiður Kjartansdóttir. Staðarfelli

Meðhjálpari: Aníta Þórarinsdóttir/ Sigurður Birgisson.

Organisti: Dagný Pétursdóttir Öxará.

Lundarbrekkusókn : Friðrika Sigurgeirsdóttir formaður sóknarnefndar.

Í sóknarnefnd eru Friðrika Sigurgeirsdóttir formaður, Elín Baldvinsdóttir ritari og RíkarðurSölvason gjaldkeri.Einar Ingi Hermannsson hefur verið meðhjálpari en  hefur beðist lausnar frá embætti. Bolli Pétur Bollason er prestur og Dagný Pétursdóttir organisti. Lotta W Jakobsdóttir hefur séð um þrif á kirkjunni. Sóknarnefnd hefur séð um daglegt utanumhald og slátt á kirkjugarði ásamt því sem hefur þurft að gera.

Helgihald hefur verið hefðbundið og frekar smátt í sniðum. Kirkjuskóli og  messur, tvær til þrjár athafnir á ári af hvoru.  Skírnir, fermingar og jarðarfarir eftir þörfum. Félagar í kirkjukórnum hafa lagt öðrum kirkjukórum lið í nágrenninu og einnig þegið aðstoð frá hinum kórunum. Hefð er fyrir sameiginlegu aðventukvöldi í Þorgeirskirkju með nágrannasóknunum í byrjun aðventu og tókst það kvöld vel.

 

Skútustaðaprestakall:

Skútustaðasókn: Sigurður Böðvarsson, formaður

Guðþjónustur voru 4 á árinu, auk þess upplestur passíusálma á föstudaginn  langa. Fermingarfræðsla var með sama sniði og áður.  Sameiginleg  aðventustund með Reykjahlíðarsókn haldin í byrjun desember í Reykjahlíðarkirkju.

Ekki var fermt í Skútustaðasókn árið 2017.

Engin hjónavígsla var í Skútustaðasókn árið 2017.

3 útfarir voru á árinu:

Þóra Ásgeirsdóttir frá Litluströnd, jarðsett 15.05., Vilborg Friðjónsdóttir frá Arnarvatni, jarðsett 31.05, Kristbjörg Helga Jóhannesdóttir frá Geirastöðum, jarðsett 12.10.

Hirðing kirkjugarðs með svipuðu sniði og vant er, þó komu umsjónarmanni til aðstoðar þeir Júlíus Gunnar Björnsson og Halldór Þorlákur Sigurðsson. Eru þeim þakkir færðar fyrir vel unnin störf.

Krista Sildoja organisti og kórstjóri hætti á vordögum og við tók Einar Bjarni Björnsson.  Kristu er hér með þakkað vel unnið starf.

Þrif á kirkjunni önnuðust Dóróthea Gerður Bin Örnólfsdóttir og Alda Áslaug Unnardóttir.

Starfsmenn kirkjunnar:

Sóknarprestur:  Örnólfur J. Ólafsson

Meðhjálpari:  Ásta Lárusdóttir

Hringjari:  Birgir Steingrímsson

Skoðunarmenn reikninga:  Ingigerður Arnljótsdóttir og Margrét Valsdóttir

Sóknarnefnd:  Sigurður Böðvarsson formaður,  Ingólfur Jónasson gjaldkeri,  Auður Jónsdóttir ritari. Ingigerður Arnljótsdóttir og Bergþóra Eysteinsdóttir varamenn.

Umsjónarmaður kirkjugarðs: Sigurður Böðvarsson

Reykjahlíðarsókn:

Pétur Snæbjörnsson, formaður sóknarnefndar.

Á aðalsafnaðarfundi vorið 2017 sitjandi sóknarnefnd endurkjörin en hana skipa.

Pétur Snæbjörnsson formaður

Þuríður Helgadóttir ritari

Hrafnhildur Geirsdóttir  gjaldkeri.

Varamenn. Gunnhildur Stefánsdóttir og Þórdís G Jónsdóttir

Hefðbundið starf var í Reykjahlíðarsókn á starfsárinu.  Sóknarprestur hélt morgunbænir  yfir sumartímann, sérstaklega ætlaðar ferðamönnum.  Er þetta fjórða sumarið sem það er gert og er þetta bænahald að festa sig í sessi og mælist  vel fyrir, sérstaklega meðal erlendra gesta, ekki síst þar sem bænastundirar eru á íslenskri tungu, að mestu.  Hefðbundið helgihald var auk þess í hverjum mánuði og á stórhátíðum, er vísað í skýrslu sóknarprests um fjölda og tegundir athafna.

Starf organista er viðvarndi vandamál og mikilvægt að það sé rætt að héraðsfundum hvort ekki sé tilefni til sameinlegra lausna í því efni.  Til dæmis þannig að nokkar samliggjandi sóknir sameinist með skipulegum hætti um að ráða organista, sem þá gæti helgað sig þessu starfi að fullu í nánu samráði við prestana og aðra sem málin varða.  Einar Bjarni Björsson hefur sinnt söngstarfi hjá okkur frá  haustdögum.

Sumartónleikar fóru fram á laugardögum yfir hásumarið og Músík í Mývatnssveit var með tónleika á Föstudaginn langa.  Auk þessa komu nokkrir tónlistarmenn á eigin vegum og héldu tónleika í kirkjunni.  Sú hefð hefur skapast, af mývetnsku tónlistarfólki,  að halda góðgerðatónleika að kvöldi Þorláksmessu og hefur aðsókn að þeim verið afar góð.

Ekkert meiriháttar viðhald þurfti að fara fram á árinu og eru eignir kirkjunnar og grafreits í góðu standi.

Varðandi kirkjulegar athafnir vísast í skýrslu sóknarprests.

Víðirhólssókn: JÁG eftir spjall við Sigríði Hallgrímsdóttur, formann sóknarnefndar.

Allt var með nokkuð hefðbundnum hætti á síðastliðnu ári. Kirkjan er í ágætu ásigkomulagi að utan sem innan. Stutt er síðan hún var máluð að innan. Messað var í kirkjunni um verslunarmannahelgina og tókst það ágæta vel samkvæmt venju.

 

Grenjaðarstaðarprestakall: 

Þóroddsstaðarsókn:

Kornína Björg Óskarsdóttir, formaður sóknarnefndar.

 Kirkjustarf í Þóroddsstaðarsókn hefur verið með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár.        Á aðalfundi var kosin ný stjórn og einn í varastjórn og kosningu hlutu  Kornína Björg Óskarsdóttir formaður, Katla Valdís Ólafsdóttir ritari og Hólmar Gunnarsson varamaður.

Á árinu var hefðbundið Karítasarkaffi á Þóroddsstað eftir aðventustund, fyrsta sunnudag í aðventu. Komið var að viðhaldi við kirkjuna og ráðist var í viðgerðir á þakskeggi og kirkjan máluð að utan.

Sóknarnefnd Þóroddsstaðarsóknar

Kornína B. Óskarsdóttir, formaður

Katla Valdís Ólafsdóttir   ritari

Svanhildur Kristjánsdóttir, gjaldkeri

Kristjana Einarsdóttir, varamaður

Hólmar Gunnarsson, varamaður

 

Starfsmenn Þóroddsstaðarkirkju eru:

Eiður Jónsson, meðhjálpari

Arngrímur  Páll Jónsson, hringjari og sér um hirðingu á kirkjugarði

Sigurborg Gunnlaugsdóttir, kirkjuvörður

Einar Baldvinsson, kirkjuvörður

 

Einarsstaðasókn:

 Þóra Fríður Björnsdóttir, formaður sóknarnefndar.

Sóknarnefnd er þannig skipuð:  Þóra Fríður Björnsdóttir formaður, Friðgeir Sigtryggsson ritari Kristján Guðmundsson gjaldkeri. Varamenn eru Hjördís Stefánsdóttir, Guðfinna Sverrisdóttir og Olga Hjaltalín, sitja þau einnig fundi.
Meðhjálpari  er Þóra Fríður Björnsdóttir, kirkjuvörður er Sigríður Inga Ingólfsdóttir, organisti Valmar Väljaots.
Kirkjugarðsvörður í Einarsstaðakirkjugarði er Olga Marta Einarsdóttir og sér hún um umhirðu á garðinum.  Á Helgastöðum er Arngeir Friðriksson kirkjugarðsvörður og sér hann um umhirðu á kirkjugarðinum þar.
Fyrsta verk sóknarnefndar á árinu 2017 var að bjóða upp á bíósýningu í Þróttó á Laugum. Sýnd var myndin Græna mílan, The Green mile. Í hléi var boðið uppá léttar veitingar í nýendurbættum matsal Framhaldsskólans á Laugum. Að sýningu lokinni flutti sr. Þorgrímur Daníelsson stuttan fyrirlestur um myndina.
Sóknarnefnd hélt 6 fundi á árinu. Sóknarpresturinn sr. Þorgrímur Daníelsson fékk námsleyfi frá hausti 2017 fram á vor 2018. Sr. Örnólfur Jóhannes Ólafsson sá um afleysingar. Guðsþjónustur voru 6, þar af 1 fermingarmessa, en fermt var 1 fermingarbarn. Ein útför var á árinu.  Sunnudagaskólar voru sameiginlegir í Einarsstaða og Grenjaðarstaðasókn og voru til skiptis í kirkjunum. Umsjón hafði sr. Þorgrímur Daníelsson á vorönn en Sindri Geir Óskarsson guðfræðingur á haustönn.
Aðventukvöld var haldið 10. desember. Kirkjukórinn söng undir stjórn Valmars Väljaots,  nemendur tónlistardeildar Þingeyjarskóla léku á hljóðfæri og sungu.  Hugvekju flutti sr. Bolli Pétur Bollason og hafði hann umsjón með athöfinni. Á eftir var kirkjugestum boðið í kakó og bakkelsi í Félagsheimilinu á Breiðamýri.
Kveikt er á leiðalýsingu í byrjun aðventu, umsjón hefur Jón Ingi Björnsson sem hefur einnig umsjón með útvarpssendi.
Ég vil að lokum þakka sóknarnefndarfólki, sóknarpresti, afleysingarpresti og öllum öðrum starfsmönnum kirkjunnar gott samstarf á liðnu ári og fyrir allt þeirra starf fyrir kirkjuna.

 

Grenjaðarstaðarsókn: Hólmgeir Hermannsson formaður sóknarnefndar.

Starfið í Grenjaðarstaðasókn hefur verið með minnsta móti þetta árið þar sem sóknarprestur okkar séra Þorgrímur hefur verið í átta mánaða leyfi. Séra Örnólfur á Skútustöðum hefur leyst séra Þorgrrím af  og gert það vel, en séra Sigkvatur messaði hjá okkur á jóladag og gerði það auðvitað líka vel.

Barnastarf höfum við haft með svipuðu sniði og áður. Viðhaldi á kirkju og görðum hefur verið sinnt eftir þörfum. Við fengum styrk til að gera upp gamalt stakket ( pottjárnsgrindverk) utan um leiði í heimakirkjugarðinum og er það vel á veg komið, þó þarf að smíða hluta þess aftur. Þetta verk er í umsjá Guðmundar Rafns á Biskipsstofu.

 

Aðalmenn í sóknarnefnd eru.

Hólmgeir Hermannsson formaður

Gísli Sigurðsson gjaldkeri

Jóhann Rúnar Pálsson ritari

 

Meðhjálpari

Agnar Kristjánsson.

 

Þrif á kirkju

Sigurveig Jónsdóttir

 

Sláttur kirkjugarða

Stefán Óli Hallgrímsson

Hermann Hólmgeirsson

 

Safnaðarfulltrúi

Guðný Gestsdóttir

 

Skoðunarmenn reikninga

Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir

Jóhannes Haraldsson

 

Neskirkja, Grenjaðarstaðarprestakalli :

Jónas Jónsson, formaður sóknarnefndar.

Safnaðarstarf í Nessókn var með hefðbundnu sniði árið 2017.  Messur, kyrrðar og bænarstundir haldnar auk annara athafna.  Enginn kirkjukór er starfandi við Neskirkju. Kirkjukór Grenjaðarstaðarsóknar söng í fermingarmessu auk þess að koma að söng við aðrar athafnir.  Almennur söngur með forsöng er viðhafður í jólamessu.

Meðhjálpari er Völundur Þ. Hermóðsson.

Staðarhaldarar eru hjónin Helga Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Árni Pétur Hilmarsson í Nesi.

Hirðing kirkjugarðs er í höndum Árna Garðars Helgasonar á Húsabakka.

Að viðhaldi kirkjunnar hafa komið þeir Sigurður Ólafsson, málari, Ingólfur Pétursson, pípulagningarmaður, Gunnar Ingi Jónsson, rafvirki og Hermann Sigurðarson, húsasmiður. Unnið var við  málun utanhúss auk enurnýjunar súlna í  klukknaporti, auk annarra smærri viðhaldsverka.

Ekki var bolmagn til að hefja fyrirhugaðar og brýnar endurbætur við inngang þar sem endanleg lausn á upphitunarmálum fékkst ekki fyrr í byrjun vetrar. Sá vandræðagangur hefur valdið okkur vandræðum undanfarin ár þar sem nýting á vatni og gæði upphitunar hefur verið bágborin og kostnaðarsöm. Nú virðist sem þetta sé komið fyrir vind og er kirkjan undir eftirliti Ingólfs Pétursonar, pípulagningarmanns á Laugum í Reykjadal.

Þær brýnu  endurbætur sem slá þurfti á frest eru lagfæringar þar sem tröppur voru steyptar upp að timburvegg.  Þarna heldur steypan vatni að timbrinu og veldur skemmdum.  Það mál er í skoðun og verður gert um leið og tækifæri gefst.

Staða stækkunar á kirkjugarði eftir árið 2017 er á þann veg að hleðslu og uppfyllingu er lokið.  Garðurinn er því tilbúin til notkunar ef á þarf að halda, en eftir er að þökuleggja.  Það verður gert á komandi sumri auk þess sem fyrirhugað er að að girða kringum nýjan hluta, og jafnvel endurnýja eldri girðingar á sama hátt.  Unnin hefur verið hugmyndavinna að lögun handriðs, með aðstoð Guðmundar Rafns, hjá kirkjugarðaráði.

Formaður sóknarnefndar er Jónas Jónsson, ritari Elín Ívarsdóttir og gjaldkeri Knútur Emil Jónasson

Þverárkirkja:

Áskell Jónasson, formaður sóknarnefndar.

Kirkjustarf var með svipuðu sniði og undanfari ár.Messað var í ágúst,en jólamessa féll niður vegn Veðurs. Eitt barn var skírt á árinu. Engar framkvæmdir voru við kirkju,en ný grind var smíðuð   í kirkjugarðshliðið.

 

Húsavíkurprestakall:

 

Húsavíkursókn: Helga Kristinsdóttir, formaður sóknarnefndar.

Formlegir fundir sóknarnefndar voru  5 á árinu 2017.  Sóknarnefnd skipa:  Helga Kristinsdóttir formaður, Hermann Larsen gjaldkeri, Björn Gunnar Jónsson ritari, Frímann Sveinsson varaformaður  og  meðstjórnendur, Gunnhildur Gunnsteinsdóttir, Atli Vigfússon og Guðmundur Karl Jóhannesson.  Kirkjustarfið var öflugt að venju.  Hefðbundið helgihald í höndum sóknarprests Sr. Sighvatar Karlssonar með aðkomu væntanlegra fermingarbarna og foreldra þeirra. Kirkjugestum boðið til kaffisamsætis eftir Allra heilagra messu í nóvember. Um allan undirbúning sáu konur í Soroptimistaklúbbi Húsavíkur.  Öflugur kirkjukór  undir stjórn  Juditar György sem kom til starfa aftur eftir árshlé.

Sóknarprestur Sr. Sighvatur Karlsson fór af stað með sunnudagaskólann á hausdögum og var aðsókn nokkuð góð.

Ekki varð frekari breyting á starfsfólki sóknarinnar á árinu 2017.  Margrét Þórhallsdóttir gegnir stöðu útfararstjóra, Guðbergur Ægisson meðhjálpari, kirkju- og kirkjugarðsvörður. Vélavinna í kirkjugarðinum var í höndum Höfðavéla.

Samið var við starfsfólk Pennans á Húsavík um opnun kirkju fyrir ferðamenn sumarið 2017. Gafst vel að sögn kirkjuvarðar og er von um áframhaldandi samtatarf á komandi sumri. Kirkjuvörður fylgir sumaropnun kirkju eftir.

Eins og undangengin ár hafa fjármál kirkjunnar  og garða verið erfið. Sótt um styrki  til Jöfnunarsjóðs sókna og Héraðssjóðs Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Að þessu sinni fengum við ekki úthlutuðum styrk frá Jöfnunarsjóði sókna. Héraðssjóður styrkti vegna barnastarfs. Ákv. Að sækja ekki um styrk til Mynjastofnunar/Húsafriðunarsjóðs þetta árið,  þar sem erfiðlega hefur gengið að fá útgreidda áður samþykkta styrki. Erfitt veðurfar, kuldi og bleyta hefur valdið þvi að ekki tókst að mála kirkju eins og til stóð að gera. Við þurftum því að sækja um frest útgreiðslu áður samþykktra styrkja fram á sumar/haust 2018.

Enn stendur út af skuld á milli kirkju og kirkjugarða. Samþykkt var á árinu 2017 að kaupa nýja hurð á bílgeymslu líkbíls, þar sem gamla hurðin var orðin lúin og gisin sem og heldur þröng fyrir inn- og útkeyslu. Tilboði tekið frá Trésmiðjunni Rein. Reiknað með að verkið verði unnið á árinu 2018.  Skuld sem enn er til staðar á milli sjóða garðs og kirkju hefur minnkað með árunum og betur má ef duga skal. Sjáum þó fram á minnkandi fjárfestingar í garðinum sem leiðir vonandi til að uppgjöri skulda ljúki á næstu árum.

Bjarnahús og endurbætur þess ganga afar treglega, en um verkið heldur Trésmiðjan Norðurvík (H3). Á nýbyrjuðu ári, átti ég fund með framkvæmdastjóra, sem lofaði skoðun á stöðunni og var kirkjuverði falið að fylgja þeirri skoðun eftir. Enn vantar handrið á svalir, handrið og ljós á hjólastólabraut.

Orgelsjóður stækkar lítið meira en vextir af innistæðu gefa. Minningarkort eru seld hjá Pennanum og  Blómabrekkunni.

Ekki var úthlutað úr Friðrikssjóði á árinu 2017

Bjarnahús, safnaðarheimili sóknarinnar  nýtist  barnastarfi kirkjunnar, fermingarfræðslu, aðstöðu fyrir sóknarprest sem og aðstöðu fyrir kórstjórnanda kirkjukórs. Sr. Sólveig Halla hafði einnig aðstöðu í húsinu þar sem hún veitti fjölskylduráðgjöf til íbúa Húsavíkur og nærsveitunga. Á                                   haustdögum flutti hún ásamt fjölskyldu sinni til Noregs. Ákv. var á s.l. hausti að leyfa hjálparsamtökum „Þú skiptir máli“ að fá aðstöðu undir starfssemi sína í kjallara Bjarnahúss og við það fluttist fermingarfræðslan upp á miðhæð (aðalstofu hússins). Áfram hefur Kvenfélag Húsavíkur og Soroptimistar aðstöðu í húsinu, sem og  starfssemi mömmumorgna, þar sem mæður mæta vikulega með börnin sín til skrafs og ráðagerða.  Í kirkjubæ hafa AA samtökin aðstöðu í húsinu gegn þrifum á aðstöðunni. Útfararstjóri heftur aðstöðu í húsinu.

 

Skinnastaðarprestakall:

 

Garðskirkja, Kelduhverfi: Ragnhildur Jónsdóttir, formaður sóknarnefndar.

Safnaðarstarf Garðskirkju  á milli  héraðsfunda hefur  verið  afar hefðbundið.  Sameinaðir kórar Garðs og Skinnastaðarkirkna hafa sungið við guðsþjónustur og útfarir í báðum kirkjunum.

Stefanía Sigurgeirsdóttir organisti á Raufarhöfn  hefur  yfirleitt séð um  kórstjórnina hjá okkur en síðastliðinn vetur hefur hún ekki alltaf verið viðlátin vegna veikinda og þá höfum við þurft að leita á náðir annarra.

Aðventuhátíð var haldin í Garðskirkju 13.desember.

Þar söng kórinn undir stjórn Valmars Valjaots og var einungis ein æfing hjá kórnum fyrir athöfnina og hefur aldrei verið svo lítið æft fyrir aðventuhátíð áður.

Börn úr Öxarfjarðarskóla sungu, undir stjórn sr. Hildar,  þau lásu ritningarlestra og jólasögu.    Valmar lék á fiðlu og sr. Jón Ármann var með hugleiðingu.  Notaleg stund í aðdraganda jóla.

Einar Bjarni Björnsson stjórnaði kórnum svo í jólamessu í  Skinnastaðarkirkju og barðist hann í ófærð úr Mývatnssveit til að aðstoða okkur.    Hann lék líka á básúnu í athöfninni.

Á árinu var kirkjunni færð höfðingleg gjöf  þ.e. málverk eftir  Jóhönnu Katrínu Pálsdóttur  ( Hönnu )  sem hún,  Sigurður Þórarinsson frá Laufási og kona hans Hildur Helgadóttir gáfu til minningar um foreldra Hönnu,  séra Pál Þorleifsson sem var prestur hér og konu hans Guðrúnu Elísabetu Arnórsdóttur.

Verkið heitir “ Lífshamingja “  og hefur því verið valinn staður í kirkjunni.

Hanna lést 24.janúar 2017. Blessuð sé minning Hönnu og foreldra hennar.

Bestu þakkir til þessa fólks fyrir hlýhug til kirkjunnar hér.

Efnt var til söngsamveru á Kópaskeri þann 18.febrúar sl.

Þar mætti Margrét Bóasdóttir og stjórnaði kórum í Norður –Þingeyjarsýslu,  kynnti þar m.a. fyrir kórunum nýja sálma sem verða í nýrri sálmabók sem út kemur í haust.

Einnig mætti þar nýr kórstjóri Louise Price sem tekin er til starfa á Þórshöfn og sá um undirleikinn hjá kórunum .

Stefanía gat því miður  ekki verið með okkur þennan dag.

Kórarnir sungu saman og séra Hildur Sigurðardóttir var með hugvekju í lokin.  Afar vel heppnaður  dagur í alla staði.

Um hirðingu kirkjugarða hafa séð hjónin Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir og Hlynur Bragason í Heiðarbrún og börn þeirra.

Kirkjuvörður er Sigurfljóð Sveinbjörnsdóttir.

Meðhjálpari er Ragnhildur Jónsdóttir.

 

Skinnastaðarsókn, Öxarfirði : Gunnar Björnsson, formaður

Safnaðarstarf  Skinnastaðarsóknar gekk ágætlega árið 2017 með hefðbundnu kirkjustarfi, messum, barnastarfi og fleiru.Sameiginlegur kór starfar fyrir Skinnastaðarkirkju og Garðskirkju í Kelduhverfi.Okkar árlega morgunverðarhlaðborð í Lundi á vegum sóknarnefndar að lokinni hátíðarmessu að morgni páskadags var á sínum stað vinsælt og gott að vanda.

Aðventukvöld er í samstarfi með Garðssókn, og var í Skinnastaðarkirkju þetta árið. Ein hjónavígsla fór fram á Skinnastað. Ein útför fór fram frá kirkjunni en þá var kvaddur Pétur Sigvaldason í Klifshaga, sem lengi var gjaldkeri í sóknarnefnd og mikill kirkjustólpi. Blessuð sé minning hans.

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson og kona hans, Frú Elísa Reid, komu við í kirkjunni í opinberri heimsókn sinni í sveitarfélagið Norðurþing. Var afar ánægjulegt að fá þau í heimsókn í kirkjuna.

Hátiðarmessa var svo á jóladag í Skinnastaðarkirkju, en á nýársdag í Garðskirkju.

Meðhjálpari er Karl Sigurður Björnsson og kirkjuvörður er Guðný María Sigurðardóttir. Baldur Stefánsson sá um hirðingu kirkjugarðs. Til stendur að slétta gamla hluta kirkjugarðsins og verður það vonandi framkvæmt í sumar.

 

Fleira ekki til tíðinda.

Í sóknarnefnd eru:

Gunnar Björnsson formaður.

Ann-Charlotte Fernholm, gjaldkeri.

Olga Gísladóttir ritari.

 

Snartarstaðasókn : Sigríður Kjartansdóttir, ritari

         Árið 2017 var helgihald með nokkuð hefðbundnum hætti eins og hægt var, þar sem enginn fastur organisti var starfandi við kirkjuna. Stefanía Sigurgeirsdóttir, organista á Raufarhöfn og Steinunn Halldórsdóttir, píanóleikari á Húsavík tóku að sér að spila við messur og athafnir á árinu. Haldin var helgistund í tengslum við Sólstöðuhátíð á Kópaskeri og ein Taise-messa.

Tvö börn voru skírð, annað í kirkjunni en hitt í heimahúsi. Tvær útfarir voru á árinu þar sem bornir voru til grafar Gunnar Gunnarsson á Kópaskeri og Jón Halldórsson frá Valþjófsstöðum.

Kirkjuskóli hefur verið í umsjón séra Jóns Ármanns og séra Hildar Sigurðardóttur og hafa þau einnig reglulega, sinnt samveru með eldri borgurum í Stórumörk.

Aðalfundur Snartarstaðasóknar var haldinn 22. júní þar sem rædd voru málefni kirkju og kirkjugarðs. Engar breytingar urðu á sóknarnefnd.

Í byrjun sumars var keyptur lítill traktor og sáu Guðrún, Auður og Ingunn Kristjánsdætur um slátt og hirðingu kringum kirkju og í kirkjugarði. Sótt var um úthlutun úr jöfnunarsjóði kirkna og fengum við 2 milljónir sem notaðar verða til að mála kirkjuna að utan og í tilheyrandi undirbúning vegna steypuskemmda sem aðallega eru kringum innganginn.

Að frumkvæði Kvenfélagsins Stjörnunnar var keypt útvarpskerfi sem ætlað er til notkunar í Snartarstaðakirkju, Skinnastaðakirkju og Garðskirkju. Hlut Snartarstaðakirkju ætlar Kvenfélagið Stjarnan að gefa. Kvenfélagskonur sáu einnig um þrif á kirkjunni í nóvember og er þeim þakkað þeirra góða framlag.

 

Starfsmenn Snartarstaðakirkju:

Sóknarprestur: Jón Ármann Gíslason

Organisti og kórstjóri:

Meðhjálpari og hringjari: Sigríður Kjartansdóttir

Bókhaldari: Gunnþóra Jónsdóttir

Endurskoðandi: Eyrún Egilsdóttir

Aðstoð við kirkjuskóla: Hildur Sigurðardóttir

Sóknarnefnd: Matthildur Dögg Jónsdóttir formaður, Ómar Gunnarsson gjaldkeri og Sigríður Kjartansdóttir ritari.

 

Raufarhafnarsókn: Sigrún Björnsdóttir, formaður sóknarnefndar

Starfið í Raufarhafnarkirkju hefur verið mjög hefðbundið frá síðasta héraðsfundi. Messað var nokkuð reglulega í kirkjunni, organisti okkar er Stefanía Sigurgeirsdóttir.   Barnastarfið er nánast alltaf  mjög vel sótt, en það fer fram hálfsmánaðarlega. Börnum er aftur farið að fjölga í þorpinu, sem er auðvitað mjög ánægjulegt.  Kyrrðarstundir eru haldnar reglulega  yfir veturinn. Í apríl var efnt til samveru eldri borgara í safnaðarheimilinu, tókst vel og var fjölsótt. Í haust  var haldin léttmessa í tengslum við menningardaga á Raufarhöfn. Tókst hún vel og var fjölsótt. Aðventustundin var haldin þann 18. desember og tókst vel. Engin ferming var í kirkjunni en ein skírn og ein hjónavígsla. Tvær útfarir fóru fram á árinu. Nú nýverið fór fram ferming í kirkjunni í fyrsta skipti frá 2013.

Framkvæmdir voru nokkrar á árinu. Gert var við safnaðarheimilið að utan , og rafmagn í safnaðarheimili var að nokkru endurnýjað. Nauðsynlegt er að fara að huga að utanhússviðgerð á kirkjunni, en steypuskemmdir eru allnokkrar.  Þá var keypt lítið timbureiningahús til að nota sem áhaldageymslu fyrir kirkjugarðinn.

Starfsmenn Raufarhafnarkirkju:

Sóknarprestur: Sr. Jón Ármann Gíslason

Organisti og kórstjóri: Stefanía Sigurgeirsdóttir.

Meðhjálpari og hringjari: Steingrímur Þorsteinsson

Kirkjuvörður: Sigrún Björnsdóttir

Bókhaldari: Jóhannes Árnason

Endurskoðandi reikninga: Jónas Friðrik Guðnason

Starfsmaður við barnastarf: sr. Hildur Sigurðardóttir

Sóknarnefnd: Sigrún Björnsdóttir formaður, Þóra Soffía Gylfadóttir, gjaldkeri, Kristín Þormar ritari og Steingrímur Þorsteinsson meðstjórnandi.

 

Langanesprestakall:

Svalbarðssókn í Þistilfirði : Soffía Björgvinsdóttir, formaður sóknarnefndar.

Kirkjustarf í Svalbarðssókn var með svipuðu sniði og undanfarin ár.

Sr. Brynhildur Óladóttir fór í leyfi í haust og hefur Sr. Hildur Sigurðardóttir verið sett í hennar stað til sex mánaða.

Organisti er ekki stafandi, en tólistarflutningur er leystur með fólki búsettu á svæðinu og kemur það vel út. Vonir eru til að hægt verði að ráða organista sem fyrst , en tekinn er til starfa kennari við tólistarskólann á Þórshöfn.

Barnastarf í sókninni fór áður fram í samvinnu við grunnskólann en þar sem hann er nú aflagður fara börn til Þórshafnar og taka þátt þar. Samvinna er milli kirkju og leikskóla, en börn úr sókninni sækja leikskóla út á Þórshöfn

Hringjari við Svalbarðskirkju er Gunnar Þóroddsson á Hagalandi. Meðhjálpari er Soffía Björgvinsdóttir í Garði. Um þrif sér Þórey Þóroddsdóttir.

Sóknarnefnd skipa: Soffía Björgvinsdóttir, Stefán Eggertsson og Hjördís Matthilde Hendriksen.

Þórshafnarsókn:

Guðjón Gamalíelsson, formaður sóknarnefndar.

Helgihald í Þórshafnarsókn á árinu 2017 var með hefðbundnum hætti. Brynhildur Óladóttir sóknarprestur þjónaði söfnuðinum þar til hún fór í námsleyfi í nóvember. Í afleysingar var ráðin sr. Hildur Sigurðardóttir á Skinnastað en enginn vígður prestur sótti um stöðuna, sem var skilyrði skv. auglýsingu biskups.
Ákveðið var að helgihald yrði með sama hætti og undanfarin ár.
Sex börn fermdust á Þórshöfn árið 2017 .
Aðalsafnaðarfundur Þórshafnarsóknar var haldinn þann 27. júní 2017 og var þá kosinn meiri hluti stjórnar og voru endurkjörin þau Guðjón Gamalíelsson, Bjarney S. Hermundsdóttir og Líney Sigurðardóttir svo skipan stjórnar er óbreytt frá síðasta ári.
Breyting hefur orðið á skipan sókna í Langanesprestakalli en biskupafundur lagði til að Skeggjastaðasókn myndi sameinast Hofsprestakalli og var það samþykkt á kirkjuþingi.
Áfram var haldið með undirbúningsvinnu að endurbótum á Sauðaneskirkjugarði í samvinnu við Guðmund Rafn Sigurðsson frá Kirkjugarðasambandinu en grjóthleðslumaður á hans vegum hefur þegar skoðað aðstæður og farið yfir útlitstillögur og það efni sem hægt er að nota í verkið.

 

Skýrslur nefnda, starfsmanna og stofnana.

Kirkjumiðstöðin við Vestmannsvatn: sr. Bolli Pétur Bollason.

 

Það sem ber hæst hvað Kirkjumiðstöð við Vestmannsvatn snertir er sú staðreynd að kirkjan gerði tímabundinn leigusamning við ábúendur í Fagraneskoti er felur það í sér að þeir hafi afnot af staðnum og reki þar ferðaþjónustu, en geri þess í stað húsakosti og svæðinu til góða fyrst um sinn. Þá er skýrt tekið fram að kirkjan hafi þar áfram greiðan aðgang með hópa sína og það starf sem hefur verið. Samningur þessi, sem var undirritaður við Vestmannsvatn á vordögum 2016, er með endurskoðunarákvæði, síðar verður t.d. fjallað um leigugreiðslur leigutaka. Reksturinn gengur vel hjá ábúendum Fagraneskots, eitt og annað hefur verið framkvæmt staðnum til heilla, en nú er nokkuð liðið á þau þrjú ár sem gefin voru í upphafi þar til samningur verður síðan endurskoðaður. Fermingarskóli Akureyrarkirkju nýtti sér þjónustu og aðstöðu á staðnum síðla sumars 2017. Annað kirkjutengt átti sér ekki stað við Vestmannsvatn á tímabilinu.

 

Kirkjuþing 2017 : Stefán Magnússon, kirkjuþingsfulltrúi.

Nú er að ljúka kjörtímabili  kirkjuþings og verður kosið til nýs þings til fjögurra ára  nú í maí byrjun.

Skv. reglum þá kjósa prestar fulltrúa presta á kirkjuþing, samtals 12 fulltrúa og sóknarnefndir kjósa fulltrúa leikmanna á þingið, samtals 17 fulltrúa. Mikilvægt er að sóknarnefndarfólk nýti þessi réttindi sín til að kjósa enda má líta svo á að þetta séu ekki einungis réttindi heldur einnig skylda sóknarnefndarfólks að nýta kosningarétt sinn þar sem sóknarnefndum er falið þetta hlutverk fyrir hönd safnaðarfólks í landinu.

Það þjónar ekki  tilgangi að skrifa miklar langlokur um kirkjuþingsmál  á þessum vetvangi.  Áhugasömum er bent á vefinn kirkjuthing.is en þar má lesa um öll 20 mál kirkjuþingsins og hlusta á upptökur.

Það er þó rétt að benda á nokkur helstu mál þingsins:

  1. Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til þjóðkirkjulaga. ( 4. mál)
  2. Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til laga um úrskurðarnefnd þjóðkirkjunnar. (15. mál)
  3. Val og veiting prestembætta. ( 14. mál)
  4. Kjör til kirkjuþings. ( 19. mál)

Þjóðkirkjulög

Kirkjuþing samþykkti fyrirliggjandi drög að þjóðkirkjulögum með þingsályktun á síðasta þingi í mars sl.  Það liggur fyrir að það muni  fara fram viðræður við ríkisvaldið um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju og því var frumvarpið samþykkt með þessum hætti. Þar sem mjög líklegt er að niðurstöður þessara viðræðna muni fela í sér breytingar á núgildandi lögum er kaflinn um fjárhagsleg samskipti óafgreiddur á meðan þessar viðræður hafa ekki skilað niðurstöðum. Kirkjuþing mun því fá frumvarpið til endanlegrar afgreiðslu þegar viðræðum við ríkið lýkur.

Meginþema þessara laga er sem fyrr að færa ákvörðunarvald um málefni kirkjunnar í enn meira mæli til kirkjuþings  þannig að kirkjan geti í raun sagt að hún sé sjálfstæð og þurfi ekki að bera breytingartillögur um innri mál sín upp á Alþingi.

Margir eru þeirrar skoðunar að þessi nýju þjóðkirkjulög gangi ekki nógu langt, að nú hefði átt að stíga skrefið alla leið og eingöngu hafa lög um samskipti ríkis og kirkju en öll innri mál kirkjunnar færðust alfarið til kirkjuþings. Við höfum enn ekki gengið þessa götu til enda.  Þetta frumvarp er með öðrum orðum mjög mikil málamiðlun.  Ef endanleg afgreiðsla fæst á þessi þjóðkirkjulög á Alþingi á næstu mánuðum er nauðsynlegt að hefja strax á næsta kjörtímabili kirkjuþings endurskoðun á lögunum með það að markmiði að öll innri mál kirkjunnar séu ákvörðuð á kirkjuþingi en ekki Alþingi. Í frumvarpinu er kveðið  á um að  endurskoðun skuli fara fram innan 5 ára.

Úrskurðarnefnd

Ákveðið var að hafa sér lög um úrskurðarnefnd og taka ákvæði þar um út úr þjóðkirkjulögunum.  Við þessa breytingu koma ýtarlegri lög um málefnið og ekki eru settar starfsreglur af kirkjuþingi um málaflokkinn.

Það var tekin ákvörðun um að einfalda ferli kærumála innan kirkjunnar þannig að eingöngu starfi úrskurðarnefnd sem skipuð er af ráðherra kirkjumála þar sem Hæstiréttur tilnefni tvo og biskup einn fulltrúa. Sjálfstæði úrskurðarnefndar er aukið með þessari skipan bæði með því að það er þá ekki lengur kirkjuþings að setja starfsreglur um starfsemina þar sem þetta eru lög frá Alþingi og einnig vegna þess að það er ekki lengur biskup sem skipar nefndina.

Kosning prests

Starfsreglur um val og veitingu prestsembætta er eitt af þeim málum sem mjög oft eru til umfjöllunar á kirkjuþingi. Það er aðallega vegna þess að í þeim starfsreglum er verið að reyna að fá ásættanlega niðurstöðu i flóknu máli; sem er að sætta þau sjónarmið að annarsvegar fái sóknir að velja sér sinn prest og síðan hinsvegar þau sjónarmið að starfsreynsla og menntun og fleiri slíkir þættir ráði úrslitum við ráðningu presta sambærilegt og gildir meðal annara embættismanna. Það var, á síðasta kirkjuþingi, samþykkt að kjörnefndir þyrftu ekki að vera fullskipaðar við kjör á presti. Tillaga þar um kom fram við lokaafgreiðslu málsins og var því miður samþykkt. Við þessa afgreiðslu mynduðust mótsagnir í starfsreglunum sem verður að laga.  Það er því óhjákvæmilegt að þetta mál komi fyrir kirkjuþing á hausti komanda enda eru á því hnökrar sem ganga ekki upp.

Kjör til kirkjuþings

Í vor verður kosið til kirkjuþings eftir nýsamþykktum reglum sem nú þegar er mikil óánægja með þar sem ekki er víst að þær reglur tryggi að vilji kjósenda komi fram sem er grundvallarforsenda kosninga.

Í 12.gr 5.mgr starfsreglnanna segir: „Kjósandi greiðir atkvæði á þann hátt að hann merkir við jafn mörg nöfn frambjóðenda sem nemur fjölda aðalmanna í viðkomandi kjördæmi, og eitt nafn að auki“.  Þessi regla getur leitt til þess að vilji kjósenda nær ekki fram. Þrátt fyrir ábendingar þingmanna þá var þetta samþykkt með þessum hætti sem hlýtur að teljast óheppilegt, vægt til orða tekið.

Kirkjuþing leggur fram mikla vinnu í þingmál en þrátt fyrir það geta komið fram hnökrar sem þingheimi og starfsmönnum hefur yfirséðst. Þá vankanta verður þá að laga á næsta þingi.

Ég hvet kirkjufólk að fylgjast vel með störfum kirkjuþings og vera duglegt að koma fram með athugasemdir og fyrirspurnir til kirkjuþingsfulltrúa.

 

Starfsskýrsla héraðsprests 2017

Guðmundur Guðmundsson

Apríl 2018

Helgihald og prestsþjónusta

Prédikunar- og prestsstarf árið 2017 var afleysingar fyrst og fremst á Eyjafjarðarsvæðinu en minna austan Víkurskarðs. Í haust kom upp sú staða að tveir prestar voru í leyfi og einn í fæðingarorlofi svo ég kom meira inn í helgihald um jólin og í annan tíma þá um haustið. Ég hef ekki skipulagt ákveðnar afleysingar heldur farið eftir óskum presta þegar þeir hafa verið í fríi eða styttri námsleyfum. Þá hef ég tekið að mér þjónustu vegna veikinda og þegar nágrannaprestur hefur ekki getað sinnt henni. Ég hef komið inn í hádegisstundir í Akureyrarkirkju með reglulegum hætti. Hef ég birt nokkuð af ræðum á veraldarvefnum.

Ég var með 38 messur, guðsþjónustur og helgistundir á árinu. Þá kom ég inn í fermingarbarnamót vegna veikinda prests í haust. Fáeinar skírnir annaðist ég. Allt í tengslum við afleysingar í prestaköllum.

Þá hef ég annast skipulag á helgihaldi og samverustundum á Öldrunarheimilum Akureyrar sem eru að jafnaði einu sinni í mánuði á Hlíð og Lögmannshlíð.

Kyrrðardagur á Möðruvöllum hafa haldið áfram í samstarfi við sr. Guðrúnu Eggertsdóttur og sr. Odd Bjarna Þorkelsson. Nú höfum við fjölgað kyrrðardögum og verið með kyrrðardag í bæ í Glerárkirkju og tókst ágætlega og mætti koma á víðar.

Þá hef ég eins og undanfarin ár séð um Samkirkjulegu bænavikuna fyrir hönd þjóðkirkjunnar sem hefur verið haldin í janúar á Akureyri í samstarfi við Aðventista, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjuna og Kaþólsku kirkjuna. Farið er á milli kirknanna á bænastundir en það er ánægjulegt að vita af því að alla daga vikunnar kemur kristið fólk saman til þakkargjörðar og fyrirbæna á Akureyri. Ein sameiginleg samkoma er haldin með þátttöku fulltrúa frá söfnuðunum. Sú samkoma hefur fundið sér samastað í Glerárkirkju. Þetta er alþjóðlegt verkefni undirbúið af alkirkjuráðinu og samkirkjulegri deild kaþólsku kirkjunnar.

Fræðsla

Fræðslukvöldin í Glerárkirkju voru á árinu tengd siðbótarafmælinu. Um vorið var yfirskriftin Sístæða siðbót í nútímanum, 500 ár frá siðbót 1517-2017. Efni fyrsta kvöldsins var Samfélagsþróunin og trúarlífið: Hvað er framundan? Í erindinu fór dr. Rúnar Vilhjálmsson yfir stöðu og þróun trúarlífs í samfélaginu í ljósi hugmynda um nútímavæðingu og veraldarhyggju. Annað kvöldið fjallið dr. Maríu Ágústsdóttur um samkirkjuleg málefni: Þjóðkirkjan og aðrar kirkjudeildir og trúarbrögð: Hver er staða hennar í fjölhyggjusamfélagi? En hún hafði nýverið varið doktórsritgerð um það efni. Þriðja erindið flutti dr. Hjalti Hugason: Sístæð siðbót og frelsishugsjónir nútímans: Á þjóðkirkjan að berjast fyrir mannréttindum?  Í erindinu voru hugmyndir samtímans um mannréttindi skoðaðar út frá sjónarhorni lúthersku þjóðkirkjunnar. M.a. var spurt hvort þjóðkirkjan eigi að tala máli mannréttinda og hvernig almenn mannréttindabarátta geti samrýmst kenningum og starfi kirkjunnar? Hann flutti erindi á síðasta héraðsfundi þar sem hann kom inn á ýmsar sömu hugsanir. Erindið nefndi hann: Þjóðkirkjan á þröskuldi framtíðar. Erindi Hjalta er hægt að hlusta á á vef prófastsdæmisins. Sömuleiðis var erindi dr. Gunnlaugs A. Jónssonar um Davíðssálm 22 sett á vefinn sem hann flutti á föstudaginn langa í Glerárkirkju.

Haustmisserið bar svo ögrandi yfirskrift: Uppgjör við siðbót. Þá fengum við þrjá biskupa, tvo prófessora og einn guðfræðing til að fjalla um siðbótina út frá ólíkum sjónarhornum. Út frá trúarreynslu og guðfræði (dr. Arnfríður Guðmundsdóttir), söfnuðinum og stöðu kvenna (Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir), heilagri ritningu og helgihaldi (sr. Kristján Valur Ingólfsson), fræðslumálum og trúaruppeldi (dr. Gunnar J. Gunnarsson), sögu siðbótarinnar og evanglisk-lútherskrar kirkju (sr. Karl Sigurbjörnsson), bæna- og trúarlífi (sr. Guðmundur Guðmundsson). Vonir standa til að þetta efni birtist á vefnum á næstu vikum en nánari upplýsingar eru á eything.com.

Sú nýjum var tekin upp í vor að streyma erindunum á fræðslukvöldunum á kirkjan.is og er efnið aðgengilegt þar um Föstu og umhverfismál. En Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, átti frumkvæði og heiður af þeirri vönduðu dagskrá, sem vakin er athygli á hér með.

Þá var sr. Þórhallur Heimisson með hjónanámskeið bæði vor og haust sem við auglýstum. Ekki er von á að verði framhald á þeim svo það er ástæða til að koma á einhverju af þeim hjónanámskeiðum sem haldin hafa verið á svæðinu. Ég er knúin að geta þess hér að námskeið fyrir sóknarnefndir var haldið í mars á þessu ári en það hafði staðið lengi til. Þá fylgdi Elín Elísabet Jóhannsdóttir, sviðsstjóri æskulýðsmála hjá kirkjunni, eftir ágætu fermingarfræðsluefni sínu AHA! með námskeiði fyrir fermingarfræðara bæði í maí og september. Auk þess að vera með Innandyranámskeið fyrir barnastarfsfólkið í september. Margrét Bóasdóttir, sviðstjóri söngmála, kenndi ýmsa barnasöngva á sama námskeiðið 5. sept. sl. Í maí sat ég fund með fræðslusviðið biskupsstofu og fulltrúum prófastsdæmanna sem bera ábyrgð á fræðslumálum á sínum svæðum. Fundurinn var í Seljakirkju 10. maí sl. Nú stendur fyrir dyrum slíkur fundur og á enn og aftur að endurskoða fræðslustefnu kirkjunnar.

Hjálparstarf og jólaaðstoð

Ég hætti í stjórn Hjálparstarfs kirkjunnar en er áfram fulltrúi prófastsdæmisins. Í gögnum fundarins er stutt yfirlit um starfsveturinn 2017-2018. Það er að finna með myndum á https://eything.com/2018/03/16/stiklad-a-storu-i-starfi-hjalparstarfs-kirkjunnar-2017-18/. Þá má nálgast skýrslurnar á heimasíðu starfsins help.is. Vil ég hvetja allt þjóðkirkjufólk að vera talsmenn þessa starfs og líta á það sem þátt í safnaðarstarfinu. Endilega nýtið þann möguleika að tengjast því með því að hafa fulltrúa úr stærri sóknunum eða taka sig saman um fulltrúa. Það er brýnt að söfnuðir hafa þjónustu og líknarverkefni til að eflast sem kristið samfélag. Ég kem gjarnan á fundi og kynni starfið ef þess er óskað.

Jólaaðstoðina á Eyjafjarðarsvæðinu hefur gengið vel undanfarin ár. Söfnunin meðal fyrirtækja og félagasamtaka hefur gert okkur enn og aftur kleyft að úthluta um 8 milljónum um jólin 2017. Samtarfssamtökin Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd og Rauði krossinn á Eyjafjarðarsvæðinu hafa unnið vel saman og útvíkkað samstarf sitt í annan tíma. Þá voru haldin fjármálanámskeið og námskeiðið konur erum konur bestar á árinu sem þátt í þessu starfi. Auk þess að styrkja börn til sumarbúðardvalar og tómstundir. Það hefur farið í gegnum Mæðrastyrksnefnd. Sjónarmið stjórnarinnar hefur verið að stuðla að sjálfshjálp sem hefur verið aðalsmerki Hjálparstarfs kirkjunnar. Ekki hefur tekist að koma á samræðuvettvangi þeirra sem lifa við fátækt né heldur að vera málsvarar þessa hóps undir merki EAPN og PEP á svæðinu en nú er verið að vinna að átaki í þá vera. Von er á heimsókn í maí þar sem fulltrúar frá Evrópusamtökunum munu vera með fundaherferð m. a. hér á Akureyri.

Ný starfsaðstaða og vefsíða

Í apríl fluttu ég skrifstofu mína úr Sigurhæðum í Sunnuhlíð 12, félagsheimili KFUM og KFUK. Þar er leigt herbergi fyrir skrifstofu en einnig aðgangur að setustofa fyrir viðtöl og minni fundi og salur fyrir stærri fundi og námskeið. Flutningarnir tóku verulegan tíma þar sem farið var yfir eldri gögn sem safnast höfðu saman í gegnum árin.

Þá endurnýjaði ég vefsíðu prófastsdæmisins og setti hana upp sem fréttabréf á vefnum. Vefslóðin er núna eything.com. Þar eru efnisflokkarnir Auglýsingar, Á döfinni, Helgihald, Umræða, Boðun og hugvekjur, Safnaðarstarf, Kærleiksþjónusta og hjálparstarf, Æskulýðsstarf. Þá eru fastar upplýsingar á baksíðum. Stefni ég að því að setja inn fræðsluefni sem hefur orðið til í prófastsdæminu í gegnum árin. Fólk getur gerst áskrifendur og von mín er að þessi fréttamiðill geti nýst sem upplýsingamiðill og umræðuvettvangur á kirkjulegum vettvangi.

 

Trúarleg þjónusta á SAk. : sr. Guðrún Eggertsdóttir, sjúkrahúsprestur.

Inngangur

Trúarleg þjónusta hefur verið starfandi við SAk síðan 1. janúar 1995, er djákni var kallaður til starfa, 1. september 2006 bættist síðan við prestur. Frá 1. janúar 2012 er þjónustunni sinnt af presti í 75% starfi.

Við skipulagsbreytingar í ársbyrjun 2013 var deildin „Trúarleg þjónusta“ lögð niður og starfsemin færð undir deild kennslu og vísinda. Þjónustan heldur þó áfram á sama hátt og verið hefur.

Starfsemin

Sálgæsla, helgihald, stuðningur, fræðsla og eftirfylgd eru stórir þættir þjónustunnar, svo og úrvinnsla og viðrunarfundir með starfsfólki, auk áfallahjálpar við sjúklinga og aðstandendur. En þjónustan stendur öllum til boða, jafnt sjúklingum, aðstandendum og starfsmönnum.

Leitað er leiða til að laga helgihaldið sem best að þörfum deilda og einstaklinga, stór hluti þess fer fram í dagstofum og sjúkrastofum, en um 60 helgistundir voru á árinu. Tilkoma kapellunnar, sem vígð var í desember 2007 breytti aðstöðu og umgjörð fyrirbænastunda og helgihalds.

Á árinu var 1 barn borið til skírnar í kapellunni.

Kapellan nýtist þó fyrst og fremst öllum þeim sem finna vilja skjól í erli dagsins, athvarf til bænar og íhugunar. Kapellan er alltaf opin öllum sem þangað vilja leita. Vikulegar fyrirbænastundir í kapellu (miðvikud. kl. 11.15) eru öllum opnar. Fyrirbænarefnum má koma til prests eða skrifa í fyrirbænabók í kapellu.

Sjúkrahúsprestur á sæti í þverfaglegum teymum og nefndum og á gott samstarf við starfsfólk á deildum og öllum einingum SAk.

Samstarf við presta og djákna á Akureyri og í nágrannabyggðum er einnig með ágætum.

Sjúkrahúsprestur tekur þátt í sameiginlegu bakvaktarkerfi presta á Akureyri og nágrenni. Því er ætlað að tryggja að alltaf sé hægt að ná í prest í neyðartilvikum utan hefðbundins vinnutíma. Gengur sjúkrahúsprestur þar vaktir til jafns á við aðra presta prófastsdæmisins.

Fræðsla

Meistaranema við Háskólann á Akureyri fengu fræðslu um sorgarviðbrögð vegna langvinnra veikinda og um trúarlega þætti í krabbameins- og líknandi meðferð. 

Lokaorð

Ég þakka samstarf og umhyggju á árinu og bið öllum Guðs blessunar á komandi árum.

 

LEIKMANNASTEFNA ÞJÓÐKIRKJUNNAR:

 

Á  leikmannastefnu eiga sæti með málfrelsi, tillögurétti og atkvæðisrétti, fulltrúar leikmanna fyrir hvert prófastsdæmi, sem kjörnir eru á héraðsfundum til fjögurra ára í senn. Auk þess sitja á leikmannastefnu með málfrelsi og tillögurétti: Biskup Íslands, forseti kirkjuþings, leikmenn á kirkjuþingi, leikmenn í kirkjuráði og fulltrúar frá hverjum þeim samtökum og félögum sem starfa á landsvísu innan kirkjunnar.

Hér að neðan gefur að líta dagskrá Leikmannastefnu síðastliðins árs

31. Leikmannastefna Þjóðkirkjunnar haldin 2. september 2017 í safnaðarheimili Hjallakirkju

Laugardagur 2. september 2017

09.30   Setning

Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir

10.00   Kosning fundarstjóra og skipun ritara

Skýrsla leikmannaráðs og reikningar

Formaður leikmannaráðs, Marinó Þorsteinsson

Umræður

10.30   Lúther og leikmaðurinn

Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur Reykjavíkurprófastsdæmi eystra

Umræður

11.15   Nýja sálmabókin, Sálmabókarnefnd

Sr. Jón Helgi Þórarinsson sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju

11.45   Hjallakirkja

Sr. Sigfús Kristjánsson prestur í Hjallakirkju

12.00   Hádegisverður

13.00      Stoppleikhópurinn með kynningu á leikritinu „um manninn Lúther“

13.30      Sóknargöldin og staða sóknanna

Einar Karl Haraldsson Kirkjuþingsmaður

14.15     Prentverk framtíðarinnar

Þorvarður Goði Valdimarsson verkefnastjóri

14.45   Kaffihlé

15.00      Kosningar

15.30   Ályktanir og önnur mál

16.00   Móttaka í Biskupsgarði,

17.30   Slit Leikmannastefnu,

 

Stiklað á stóru í starfi Hjálparstarfs kirkjunnar júlí 2017 – mars 2018
(Sjá annars staðar á vefnum)