Helgihald í Ólafsfjarðarkirkju um bænadaga og páska

30. mars föstudagurinn langi
Lestur Passíusálmanna hefst kl. 11:00 og stendur til ca. kl. 15.
Kaffi í safnaðarheimilinu

Kvöldvaka við krossinn kl. 20:00 Lesið úr Píslarsögunni og flutt orð Krists á krossinum. Gengið út úr kirkjunni í myrkri og þögn

1. apríl páskadagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 9:00
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Kaffi og páskaegg í safnaðarheimilinu.
Gleðjumst saman yfir sigri lífsins yfir dauðanum

Hátíðarguðsþjónusta á Hornbrekku kl. 14:00

Verum öll velkomin til kirkju, þar er gott að kyrra hugann og leyfa gleði og friði Guðs að leika um líkama og sál
Sóknarnefnd og sóknarprestur

About Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur (371 Articles)
Vefstjóri Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis. Vefurinn hefur það markmið að endurspegla þjóðkirkjuna á Norðausturlandi.
%d bloggurum líkar þetta: