Helgihald í Ólafsfjarðarkirkju um bænadaga og páska

30. mars föstudagurinn langi
Lestur Passíusálmanna hefst kl. 11:00 og stendur til ca. kl. 15.
Kaffi í safnaðarheimilinu

Kvöldvaka við krossinn kl. 20:00 Lesið úr Píslarsögunni og flutt orð Krists á krossinum. Gengið út úr kirkjunni í myrkri og þögn

1. apríl páskadagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 9:00
Hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar sungið.
Kaffi og páskaegg í safnaðarheimilinu.
Gleðjumst saman yfir sigri lífsins yfir dauðanum

Hátíðarguðsþjónusta á Hornbrekku kl. 14:00

Verum öll velkomin til kirkju, þar er gott að kyrra hugann og leyfa gleði og friði Guðs að leika um líkama og sál
Sóknarnefnd og sóknarprestur