Helgihald í Glerárkirkju í dymbilviku og um páska

Fimmtudagur 29. mars – Skírdagur

Skírdagsmessa kl. 20:00. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir
sér um stundina. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots.

Föstudagur 30. mars. – Föstudagurinn langi

Messa kl. 11:00. Píslarsaga Jóhannesarguðspjalls lesin.
Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng undir stjórn Valmars Väljaots.
Kl. 14.00. Íhuganir undir krossinum. Doktor Arnfríður Guðmundsdóttir flytur fyrirlestur „Hvaða erindi á píslarsagan við okkur í dag?“ Umræður, léttar veitingar
og tónlist. Allir hjartanlega velkomnir.

Sunnudagur 1. apríl – Páskadagur

Hátíðarmessa kl. 9:00. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmar Väljaots.

Páskasunnudagaskóli kl. 11:00. – Páskaeggjaleit. Umsjón Sunna Kristrún djákni og leiðtogar.

Mánudagur 2. apríl – Annar í Páskum

Messa á Dvalarheimilinu Hlíð kl. 14:00.

Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista.

Miðvikudagur 4. apríl

Hádegissamvera kl. 12:00.

Léttur hádegisverður á vægu verði.

 

Fylgist með starfinu í Glerárkirkju á

glerarkirkja.is og facebook.com/glerarkirkja og snapchat:glerarkirkja

Síminn í Glerárkirkju er 464 8800.

glerarkirkja_180328