Heimsókn á Hornbrekku og Elsa Guðrún Jónsdóttir ólympíufari í Ólafsfjarðarkirkju 18. mars

Sunnudagurinn 18. mars 2018
Barnastarfið heimsækir Hornbrekku kl. 11:00.
Síðasta samvera vetrarins.
Fjölmennum og gleðjum heimilisfólk með nærveru og söng barnanna.
Samverustund kl. 17:00 í safnaðarheimilinu.
Elsa Guðrún Jónsdóttir ólympíufari segir frá ferð sinni á Ólympíuleikana í Pyeongchang í Suður˗Kóreu og um gildi þess að eiga sér drauma.
Létt tónlist sem Ave, Lísa, Gulli og Maggi sjá um.
Kaffi¸ djús og ástarpungar frá Aðalbakaríinu.
Verum öll velkomin