Að starfa í sóknarnefnd –  Námskeið 17. mars kl. 10-13 í Glerárkirkju á Akureyri

Sóknarnefndarnámskeið á vegum Starfs og leikmannaskóla Biskupsstofu. Námskeiðið verður aðeins í Glerárkirkju laugardaginn 17. mars kl. 10-13.

Skráning er hjá Guðmundi héraðspresti í síma 897 3302 og gudmundur.gudmundsson(hjá)kirkjan.is. Hægt að skrá sig til og með fimmtudagsins 15. mars.

gudmundur-thor-gudmundsson

Fyrirlesarar verða tveir: Guðmundur Þór Guðmundsson lögfræðingur Biskupsstofu og Sigfús Kristjánsson verkefnastjóri á fræðslu og kærleikssviði.

Guðmundur mun fara yfir helstu verkefni, ábyrgð og starfsumhverfi sóknarnefnda með hliðsjón af hlutverki kirkjunnar og þjónustu hennar í samfélaginu. Jafnframt verður staldrað við starfsemi Biskupsstofu og samskipti hennar og samspil við sóknarnefndir.

sigfucc81s-kristjacc81nsson.jpg

Sigfús mun fara yfir starfsemi þjóðkirkjunnar bæði á landsvísu og á hverjum stað og ræða stöðu hennar og íslenskt trúarlíf.  Einnig mun hann kynna starfsemi fræðslusviðs og möguleika þess til að styðja við sóknir.

Tími verður til umræðna um efni beggja fyrirlestra og annað sem sóknarnefndarfólk vill ræða.

Gert er ráð fyrir að námskeiðið taki 2 klst auk matar- og kaffihlés.