Alþjóðlegur bænadagur kvenna – samkoma í Glerárkirkju 2. mars kl. 20

Alþjóðlegur bænadagur kvenna er föstudaginn 2. mars nk. Efni bænadagsins kemur að þessu sinni frá Suður-Ameríkulýðveldinu Súrínam. Er fjallað um umhverfisvernd undir yfirskriftinni „Öll sköpun Guðs er harla góð“. Bænasamverur verða haldnar víða um land. Á Akureyri verður samkoma föstudaginn 2. mars í Glerárkirkju kl. 20.

Að samkomunni standa Aðventkirkjan, Akureyrarkirkja, Glerárkirkja, Hjálpræðisherinn, Hvítasunnukirkjan, Kaþólska kirkjan og KFUM og K. Alþjóðlegur bænadagur kvenna hefur verið haldinn frá 1927 víða um heim. Á Akureyri hefur hann verið haldinn í 17 ár. Efni bænadagsins kemur hverju sinni frá öðru landi, að þessu sinni frá SÚRÍNAM.

Það eru allir hjartanlega velkmnir, konur sem karlar.

alþjóða_bænadagur_kvenna

Hér er facebook síða dagsins: facebook.com/althjodalegurbaenadagurkvenna/ og kynningarmyndband um verkefni sem unnin verða í SÚRÍNAM fyrir söfnunarfé sem kemur inn í tengslum við samkomurnar víða um heim.