Samkoma með Bjørn-Inge um kristilegt skólastarf í Sunnuhlíð 12 á Akureryi 25. febr. kl. 17

Samkoma á vegum Kristniboðsfélags Akureyrar og KFUM og KFUK verður í félagsheimilinu Sunnuhlíð 12 sunnudaginn 25. febrúar kl. 17. Það er okkur mikil ánægja að kynna gest okkar Bjørn-Inge Furnes Aurdal. Hann hefur unnið að kristilegu skólastarfi í Kirgistan þar sem islam er ríkjandi trúarbrögð.

Bjørn-IngeBjørn-Inge Furnes Aurdal (37) ólst upp í sveit í Vestur-Noregi og býr nú Álasundi, skammt frá æskuslóðunum. Bjørni (eins og hann er oftast kallaður) var í skólastofu þegar hann ákvað að gefa Guði líf sitt. Þá var hann í framhaldsskóla 18 ára gamall. Hann lagði síðar stund á málvísindi, sögu, þýsku og guðfræði í Bergen. Hann fann Guð snemma kalla sig til kristniboðs en streitist á móti eins og hann gat. En allt kom fyrir ekki og um sumarið 2002 fór hann í hópi annarra í trúboðsferð til Kirgistan. Landið er staðsett í miðri Asíu og þar eru islam ríkjandi trúarbrögð. Þangað sneri hann aftur í Janúar 2003 og ætlaði að dvelja í landinu í hálft ár. Það var þó ekki fyrr en fimm árum síðar þegar hann fluttist aftur til Noregs.

kshÍ Kirgistan stofnsetti hann kristilegst skólastarf á svæði sem þar sem það hafði ekki þekkst áður og gegndi í nokkur ár starfi framkvæmdarstjóra Kristilegu skólahreyfingarinnar þar í landi. Eftir heimkomu sína til Noregs, 2008, hóf hann störf fyrir Kristilegu skólahreyfinguna í Noregi (NKSS, kallað Laget) og hefur þar umsjón með 26 hópum kristinna nemenda. Bjørni hefur ástríði fyrir að leiðbeina nemendum í eftirfylgdinni við Jesú, svara spurningum þeirra um allt sem viðkemur trúnni. Hann nýtur þess að lesa Biblíuna, starfa með ungu fólki, drekka kaffi og þar að auki er hann mikill Íslandsvinur. En hann hefur nú sótt Kristilegu skólahreyfinguna heim í nokkur ár í röð, nú síðast í október.