Konudagsguðsþjónusta í Þorgeirskirkju 18. febrúar kl. 14

Krossinn við Þorgeirskirkju við Ljósavatn
Á konudaginn sunnudaginn 18. febrúar verður guðsþjónusta í Þorgeirskirkju kl. 14.00. Við guðsþjónustuna verður formlega tekið við útiljósum sem lýsa upp aðkomuna að kirkjunni og er gjöf Kvenfélags Ljósvetninga til minningar um tvær traustar kvenfélagskonur þær Kristínu Sigurðardóttur og Ásdísi Jónsdóttur. Þeirra verður minnst í bæn og þökk.
Kirkjukórinn syngur undir stjórn Dagnýjar Pétursdóttur.  Messukaffi verður að lokinni guðsþjónustu í safnaðarstofu í boði sóknarnefndar, útbúið af kvenfélaginu. Verið öll hjartanlega velkomin!  „Í kirkju þína kenn þú mér, að koma Drottinn sem mér ber.“