Kyrrðarbæn í kapellu SAk á miðvikudögum kl. 17

Hefur þú áhuga á að kynnast kristinni íhugun?

Alla miðvikudaga kl. 17.00 hittast iðkendur Kyrrðarbænar (Centering Prayer) í kapellu sjúkrahússin á Akureyri.

Kyrrðarbænin byggir á aldagamalli hefð sem endurvakin var upp úr 1970 og hefur síðan verið að ná sífellt meiri útbreiðslu um heiminn. Kyrrðarbænin er ljúf nálgun við Guð þar sem orð eru óþörf. Við kyrrum hugann, opnum hug okkar og hjörtu fyrir Guði sem umbreytir okkur í þögninni. Við hlustum eftir og tökum á móti nærveru og kærleiksríkri verkan Guðs í lífi okkar.

Þetta er eitt einfaldasta form íhugunarbænar sem um getur og geta allir lært það og stundað.

Frekari upplýsinar má fá hjá sr. Guðrúnu Eggertsdóttur, s. 860-0545 eða gudrune@sak.is