Eurosvision-messa í Akureyrarkirkju 11. feb. kl. 11

Hin árlega júróvisjónmessa verður haldin í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudagsmorgunn kl 11:00.

Halla Ingvarsdóttir júróspekúlant fjallar um trúar- og friðarboðskap í júróvísjónlögum.

Elvý Hreins, Birkir Blær og Eyþór Ingi flytja allskonar lög úr keppninni, gömul og ný, íslensk og erlend meðal annars frá Noregi, Hollandi, Portúgal og Íslandi.

Séra Hildur Eir leiðir stundina. Sjáumst í kirkjunni á sunnudaginn.