Biblíudagurinn 2018 sunnudag 4. febrúar

Biskup minnir á Biblíudaginn í bréfi nk. sunnudag og bendir á heimasíðu félagsins biblian.is sem hefur að geyma gagnlegar, fróðlegar og boðandi upplýsingar. Þá sendir hún bréf frá nýjum verkefnastjóra þessa elsta félagsins landsins, Guðmundar Brynjólfssonar. Hann hvetur presta og söfnuði að gagnast fyrir samskotum við guðsþjónustur þann dag til styrktar starfi Hins íslenska Biblíufélags. Safnað verður fyrir átaki hér innanlands til að efla félagið og gera það sýnilegra. Félagið er að taka í notkun nýja heimasíðu og væntanlegt er Biblíu-app (smáforrit) mun gera Biblíuna aðgengilega fólki í snjallsímum.

Á vefsíðu félagsins er kynning á verkefnisstjóra og viljum við í prófastsdæminu bjóða Guðmund velkominn til starfa í þessu mikilvæga félagi fyrir kirkju og kristni í landinu.