Dagskrá samkirkjulegrar bænaviku á Akureyri 18.-25. jan. 2018

Eins og undanfarin ár verður farið á milli kristinna safnaða í bænavikunni 18.-25. janúar. Þar verða bænastundir fyrir einingu kristninnar. Fimmtudaginn 25. janúar verður sameiginleg samkoma þar sem fulltrúar frá hinum ýmsu söfnuðum taka þátt. Ræðumaður verður sr. Hjalti Þorkelsson, prestur kaþólsku kirkjunnar á Akureyri. Mikill almennur söngur. Allir eru hjartanlega velkomnir að taka þátt í vikunni. Allir sem vilja eru hvattir til að taka sér stund til bæna þessa daga og voru hugvekjur og bænaefni undirbúnar af kirkjunum á eyjunum í Karabíska hafinu. Efnið og kynningu má nálgast hér.
Alþjóðleg, samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kristninnar 2018
Hægri hönd þín, Drottinn, hefur gert sig dýrlega með afli
2Mós 15.6
Dagskrá:
Fimmtudagur 18. janúar klukkan 12:00
Kyrrðar- og fyrirbænastund í Þjóðkirkjunni í Akureyrarkirkju, Eyrarlandsvegi
Sunnudagur 21. janúar kl. 11
Útvarpsguðsþjónusta frá Grensáskirkju í Reykjavík. Bænavikan kynnt í guðsþjónustum safnaðanna á Akureyri og nágrenni.
Mánudagur 22. janúar klukkan 20:00
Bænastund í Hvítasunnukirkjunni, Skarðshlíð 20
Þriðjudagur 23. janúar klukkan 20:00
Aftansöngur í Kaþólsku kirkjunni, Péturskirkju, Hrafnagilsstræti 2
Miðvikudagur 24. janúar klukkan 12:00
Bænastund á Hjálpræðishernum, Hvannavöllum 10
Miðvikudagur 24. janúar klukkan 20:00
Guðsþjónusta í Aðventkirkjunni í Gamla Lundi, Eiðsvallagötu 14
Fimmtudagur 25. janúar klukkan 20:00
Sameiginleg samkoma með þátttöku trúfélaga á Akureyri í Glerárkirkju, Bugðusíðu 2. Ræðumaður: sr. Hjalti Þorkelsson, prestur kaþólsku kirkjunnar á Akureyri. Mikill almennur söngur.
Auglýsing á Pdf-formi – samkirkjuleg_baenavika_2018