Bænir og bakgrunnur efnis fyrir samkirkjulega bænaviku 18.-25. jan. 2018

Hægri hönd þín, Drottinn, hefur gert sig dýrlega með afli (2Mós 15.6).

samkirkjuleg_bv2018Árlegur bæklingur sem undirbúinn er og birtur af deild kaþólsku kirkjunnar um kristna einingu og alkirkjuráðinu.

Efni bænaviku fyrir einingu kristninnar kemur að þessu sinni frá kirkjum í Karabíska hafinu. Saga kristninnar á því svæði inniheldur ákveðna þversögn. Annars vegar notuðu nýlenduherrarnir Biblíuna til að réttlæta undirokun upprunalegra íbúa landanna og þeirra sem voru flutt nauðug frá Afríku, Indlandi og Kína. Mörgum var útrýmt, fólk var hlekkjað og hneppt í þrældóm og þjáð undir ranglátum vinnuaðstæðum. Hins vegar varð Biblían uppspretta huggunar og frelsunar fyrir mörg þeirra sem þjáðust undir valdi nýlenduherranna.

Í dag er Biblían áfram uppspretta huggunar og frelsunar, hvati kristnu fólki á karabíska svæðinu til að takast á við þær aðstæður sem um þessar mundir gera lítið úr mannlegri reisn og lífsgæðum. Um leið og járnhlekkir þrælkunar falla af höndum okkar verður til nýtt band kærleika og samfélags í fjölskyldu mannkyns, band sem tjáir eininguna sem við biðjum um sem kristin samfélög.

Sækja efnið á ensku á Pdf-formi: Ensk útgáfa – samkirkjuleg bænavika

Átta daga bænirnar í íslenskri þýðingu: Áttadaga bænir 2018