Guðshús nýrra tíma

Erindi Péturs H. Ármannssonar Guðshús nýrra tíma flutt 9. des. 2017 í tilefni af 25 ára vígsluafmæli Glerárkirkju. Undirtitill Glerárkirkja og byggingarsaga.

Í erindinu rakti Pétur H. Ármannsson byggingarsögu steinsteyptra kirkna á Íslandi á 20. öld og endaði með að draga áherslurnar í kirkjubyggingarsögu aldarinnar saman í umfjöllun um Glerárkirkju. Hann fjallaði um kirkjubyggingar Rögnvalds Ólafssonar eins og Húsavíkurkirkju, Guðjóns Samúelssonar, til dæmis Akureyrarkirkju og margar aðrar smærri og stærri, Neskirkju Ágústar Pálssonar, Hallgrímskirkju á Hvalfjarðarströnd Sigurðar Guðmundssonar, Skálholtskirkju Harðar Bjarnasonar, Bjarnaneskirkju Hannesar Kr. Davíðssonar. Vísaði hann á bug gagnrýni Gísla Sigurgeirssonar um að Glerárkirkja væri samsett úr ýmsum áttum heldur taldi að Svanur Eiríksson arkitekt hefði náð að sameina stefnur aldarinnar í frábæru guðshúsi safnaðarins sem hann óskaði samkomunni til hamingju með.

Stórfróðlegt erindi og skemmtilegt þar sem farið var yfir kirkjubyggingarsögu Íslands á 20. öld af kunnáttumanni í byggingarlist og arkitektúr.