Laufásprestakall – aðventa og jól

Laufabrauðsskurður í stofunni undir söng Bing Crosby um hin hvítu jól. Mamma með svuntu stendur við eldavélina og kallar eftir fleiri kökum til að steikja. Skurðurinn gengur hægt því allir vilja vanda sig og Crosby syngur líka svo undurblítt og rólega. Úti lemur norðanstormurinn húsið, hann vill komast inn og ganga í lið með mömmu, drífa verkið áfram. Jólin nálgast óðfluga. (BPB)
Laufás-og Grenivíkursókn
Sunnudagur 3. desember kl. 13.30
Aðventustund í Laufáskirkju, aðventustarfsdagur
Aðventustund á Grenilundi kl. 16.00
Aðventustund í Grenivíkurkirkju kl. 17.00
Sunnudagur 17. desember kl. 14.00
Jólasunnudagaskóli í Grenivíkurkirkju
Aðfangadagur jóla kl. 18.00
Aftansöngur í Grenivíkurkirkju
Sr. Jón Ármann Gíslason þjónar
Annar í jólum kl. 14.00
Hátíðarguðsþjónusta í Laufáskirkju
Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar
Gamlársdagur kl. 17.00
Aftansöngur í Grenivíkurkirkju
Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar
Svalbarðssókn
Fimmtudagur 7. desember kl. 18.00
Aðventukvöld í Svalbarðskirkju
Sunnudagur 17. desember kl. 11.00
Jólasunnudagaskóli í Svalbarðskirkju
Aðfangadagur jóla kl. 16.00
Aftansöngur í Svalbarðskirkju
Sr. Jón Ármann Gíslason þjónar
Háls-Ljósavatns-og Lundarbrekkusóknir
Föstudagur 8. desember kl. 20.30
Sameiginleg aðventusamvera í Þorgeirskirkju
Ræðumaður: Jónas Reynir Helgason
Annar í jólum kl. 11.00
Sameiginleg hátíðarguðsþjónusta í Þorgeirskirkju
Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson þjónar
Hálssókn
Sunnudagur 7. janúar kl. 14.00
Nýársguðsþjónusta í Draflastaðakirkju
Sindri Geir Óskarsson prédikar