Jólaaðstoð 2017

Eins og undanfarið ár verður samstarf um jólaaðstoð milli Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og Rauða krossins við Eyjafjörð. Þannig er sótt um að hringt er í síma 570 4090 milli kl. 10:00 og 12:00 alla virka daga frá 23. nóvember til 1. desember. Bókað er viðtal þar sem fyllt er út umsókn og koma þarf með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum. Um er að ræða kort sem nota má í verslunum til matarkaupa fyrir þá sem eiga lítið handa á milli.

4517_jolaadstod.indd

Starfið hefst mánudaginn 23. nóvember. Hér með fylgir auglýsing sem birtist í Dagskránni miðvikudaginn 15. nóvember. (jolaadstod_2017 á Pdf-formi)

Framkvæmdin verður með eftirfarandi hætti.

Símatíma – bóka viðtal:

Eins og auglýst hefur verið þá hringir fólk í síma 570 4090 alla virka daga milli kl. 10-12 frá 23. nóvember til 1. desember. Þar er fólk minnt á að það þarf að hafa með sér staðgreiðsluyfirlit.

Viðtöl í húsi Einingar-Iðju Skipagötu 14, 2 hæð:

Þau verða alla virka daga kl. 13-16 á tímabilinu 27. nóvember og til og með 7. desember. Það þarf að koma með staðgreiðsluyfirlit frá skattinum og fylla út umsókn. Sá háttur verður hafður á að hringt er í þá sem fá ekki aðstoð.

Úthlutun í húsi Einingar-Iðju Skipagötu 14, 3 hæð:

Þau sem fá úthlutun sækja kortin þriðjudaginn 12. desember og miðvikudaginn 13. desember kl. 13-16. Auk þess fá umsækjendur úttektarkort fyrir föt og jólagjafir hjá Rauða krossinum á Akureyri, Viðjulundi 2 og Hertex Hjálpræðishersins, Hrísalundi 1b, 16. desember. Nánari upplýsingar verða afhent með úttektarkortum.