Kristniboðsdagurinn 12. nóvember

Á Akureyri verður samkoma í tilefni dagsins í félagsheimili KFUM og KFUK, Sunnuhlíð 12 og hefst kl. 17. Þar mun Hermann Bjarnason gjaldkeri stjórnar flytja hugvekju og kynna starfið. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Rúm 80 ár eru síðan farið var að helga einn sunnudag kirkjuársins kristniboðinu og starfi Kristniboðssambandsins, þá í Kína en síðar meir í Eþíópíu og Keníu og síðan í Japan, Norður-Afríku, Mið-Austurlöndum og víðar.
Biskup hefur alla tíð hvatt presta til að minnast kristniboðsins á þessum degi í guðsþjónustum dagsins og taka samskot til starfsins. Starfsmenn og sjálfboðaliðar á vegum Kristniboðssambandsins hafa víða tekið þátt í helgihaldi og kynnt starfið.
Kristniboðsfélag Akureyrar stendur að samkomunni með SÍK.
Hermann Bjarnason hefur farið til Pókot í Keníu 2015 með Ragnari Gunnarssyni framkvæmdastjóra. Hann ætlar að segja frá heimsókn sinni og flytja okkur Guðs orð. Með honum í för er kona hans Pricilla. Boðið verður upp á kaffisopa og tekin verða samskot til kristniboðsins. Þá verður hægt að fá almanökin kristniboðssambandsins til dreifingar hjá Guðmundi á laugardaginn.
Útvarpsguðsþjónusta dagsins verður frá Áskirkju og þar mun Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins prédika og sóknarpresturinn, séra Sigurður Jónsson þjóna fyrir altari. Frá klukkan 14-17 verður kaffisala Kristniboðsfélags karla í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Klukkan 17 á sama stað verður samkoma. Þar mun Skúli Svavarsson flytja hugvekju, starfið verður kynnt í máli og myndum og kvennakórinn Ljósbrot syngur þrjú lög. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Kristniboðsalmanakið fyrir árið 2018 er nýkomið út og verður víða dreift ókeypis eftir guðsþjónustur og eins verður það fáanlegt í kirkjum landsins, í Kirkjuhúsinu og á nytjamarkaði Kristniboðssambandsins, Basarnum, í Austurveri, Háaleitisbraut 58-60.