Saga Marteins Lúthers er saga um hugrakkan mann sem reis upp mót valdastofnunum samtíma síns í krafti trúarsannfæringar sinnar og réttlætiskenndar. Og hann hafði sigur. Hann náði eyrum fólks með ferskri túlkun á kristinni trú sem umbylti skilningi manna á sambandi Guðs og manns. Dró fram rétt manna til að vera frjálsir einstaklingar í samfélagi þar sem velferð allra ætti að vera í fyrirrúmi hvort heldur hún snerist um fæði, klæði eða menntun.
Marteinn Lúther var margslunginn maður sem glímdi við sjálfan sig, samfélag sitt og andrúmsloft samtíma síns, og síðast en ekki síst við Guð. Hann var munkur, kennari, fjölskyldumaður, skáld og tónlistarmaður, glaður í bragði, dapur og hrelldur, ljúfur og hrjúfur, elskaður og ofsóttur. Eða í stuttu mál sagt: tímamótamaður.
Á sérstöku tilboðsverði kr. 2500,- í Kirkjuhúsinu.