Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup fjallar um sögu siðbótarinnar og kynnir nýja bók sína

Á fræðslu- og umræðukvöldi í Glerárkirkju miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20 verður Saga siðbótarinnar og evangelísk lútherska kirkjan í dag viðfangsefnið. Sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup, verður með erindi en bók eftir hann sama efnis er nýútkomin Lúther, ævi – áhrif – arfleifð. Spurningar kvöldsins eru:

  • Hvaða þýðingu hefur siðbótarmaðurinn Marteinn Lúther fyrir kirkjuna sem er kennd við hann?
  • Hvernig er saga Lúthers og siðbótarkirkjunnar?
  • Hvaða þýðingu hafði uppgötvun hans og framsetning á fagnaðarerindinu?
  • Hvaða áhrif hafði það á kirkju og samfélag?
  • Og hvernig starfar evangelisk lútherska kirkjan í dag?

Luther_bókakápa

Um bókina af vef Kirkjuhúsins:

Lúther; ævi, áhrif, arfleifð

Í þessari nýútkomnu kjarnyrtu bók eftir Karl Sigurbjörnsson, biskup er saga Lúthers og samtíma hans rakin. Á áttatíu og átta síðum fær lesandinn gott yfirlit yfir merka sögu sem tengist nútímanum með sérstökum hætti.

Saga Marteins Lúthers er saga um hugrakkan mann sem reis upp mót valdastofnunum samtíma síns í krafti trúarsannfæringar sinnar og réttlætiskenndar. Og hann hafði sigur. Hann náði eyrum fólks með ferskri túlkun á kristinni trú sem umbylti skilningi manna á sambandi Guðs og manns. Dró fram rétt manna til að vera frjálsir einstaklingar í samfélagi þar sem velferð allra ætti að vera í fyrirrúmi hvort heldur hún snerist um fæði, klæði eða menntun.

Marteinn Lúther var margslunginn maður sem glímdi við sjálfan sig, samfélag sitt og andrúmsloft samtíma síns, og síðast en ekki síst við Guð. Hann var munkur, kennari, fjölskyldumaður, skáld og tónlistarmaður, glaður í bragði, dapur og hrelldur, ljúfur og hrjúfur, elskaður og ofsóttur. Eða í stuttu mál sagt: tímamótamaður.

Á sérstöku tilboðsverði kr. 2500,- í Kirkjuhúsinu.