Söfnun fermingarbarna vegna vatnsverkefna Hjálparstarfs kirkjunnar

Dagsetningar fyrir fjáröflun fermingarbarna fyrir Hjálparstarf kirkjunnar var 6. – 10. nóvember 2017. Söfnunin gekk vel og söfnuðu fermingarbörnin í Glerárkirkju 340.646 kr. Er þeim og öðrum sem tóku þátt í söfnunni þakkað fyrir þátttökuna.
Þetta var 19. árið í röð sem söfnunin fór fram. Það var áfram safnað fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfsins í Afríku (Eþíópíu). Hér má sjá lengra myndbandið (um 14 mínútur að lengd) um verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar í Eþíópíu er á á Youtube.
Frekari upplýsingar er hægt að fá hjá Kristínu fræðslufulltrúa Hjálparstarfsins í síma 5284406 eða með pósti til kristin@help.is.