Jól í skókassa 2017

Jól í skókassa er mannúðarverkefni á vegum KFUM & KFUK.
Fáðu þér skókassa, pakkaðu honum í jólapappír og pakkaðu lokinu sér.
Fylltu kassann af fallegu dóti og merktu hann stelpu eða strák að aldri. Við sendum hann svo til Úkraínu og gefum hann munaðarlausu barni sem annars fengi engan jólapakka. Tekið verður á móti jólapökkunum á Glerártorgi föstudaginn 3. nóv. kl. 16-18 og laugardaginn 4. nóvember kl. 11-15.
Upplýsingar í sími 699-4115.
Með bestu kveðju
Eydís Ösp Eyþórsdóttir
Svæðisfulltrúi KFUM & KFUK á Norðurlandi
Sími: 865-4721