Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, fjallar um helgihald á umræðukvöldi í Glerárkirkju 18. okt. kl. 20

Á fræðslu- og umræðukvöldi í Glerárkirkju 18. október verður efnið Guðsþjónusta siðbótarkirkjunnar og endurnýjun hennar. Fólk í kirkjukórum héraðsins og kórstjórar eru sérstaklega hvött til að mæta. Það er sr. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og formaður helgisiðanefndar, sem flytur erindi og leitast við að svara spurningunum: Hvaða breytingar urðu á helgihaldi kirkjunnar með siðbótinni? Er áherslan á Guðs orð (og útleggingu þess) á kostnað sakramentanna, skírnar og kvöldmáltíðar? Hafa hugmyndir Lúters um almenna þátttöku safnaðarins í  helgihaldinu orðið að raunveruleika í kirkjunni? Er áhersla Lúters á altarissakramentið ennþá sami kjarninn í helgihaldi kirkjunnar?

sibot_augl_171018