Barnastarfið á Siglufirði fær veglegan styrk

Barnastarf Siglufjarðarkirkju hófst að nýju eftir sumarfrí sunnudaginn 8. október og er kl. 11.15 og lýkur kl. 12.45. Þau sem fermast munu næsta vor, 20. maí 2018, á 100 ára afmæli Siglufjarðarkaupstaðar (sjá mynd), verða til aðstoðar, auk þeirra einstaklinga sem veitt hafa starfinu forstöðu undanfarin ár.
Barnastarfið fékk í sumar veglegan styrk úr Samfélags- og menningarsjóði Siglufjarðar, eða alls 500.000 krónur, til kaupa á ýmsum munum, og nú hefur það verið gert að stærstum hluta, eins og sjá má hér fyrir neðan og ofan.
Vilja þau sem að barnastarfinu standa koma á framfæri hér kærum þökkum til þeirra sem í úthlutunarnefndinni sátu, fyrir hlýhug og velvild í garð þess.