Japanstrúboði, Mailis Janatuinen, í heimsókn á Akureyri – samkoma í Sunnuhlíð 16. okt. kl. 20

Á mánudaginn 16. október kl. 20 verður Mailis Janatuinen, Japanstrúboði, með fyrirlestur í Sunnuhlíð 12 um starf sitt þar. Í hugleiðingu sinni mun hún fjalla um persónur Biblíunnar, en í starfi sínu hefur hún þróað biblíulestraraðferð sem nefnist Glad tidings Bible studies, sem má kynna sér á veraldarvefnum. Hún hefur skrifað bækur um trúboðið í Japan og biblíulestur sem hefur verið gefnar út á fjölda tungumála.

Mailis er frá Finnlandi og hefur í meira en 20 ár verið kristniboði í Japan. Verið öll hjartanlega velkomin á kvöldstund í félagsheimili KFUM og KFUK í Sunnuhlíð 12 á Akureryi, 2. hæð.

Á þriðjudaginn verður hún með námskeið kl. 18 á sama stað um þessa biblíulestraraðferð. Þeir sem hafa áhuga geta verið í sambandi við Guðmund í 897 3302 eða gudmundur.gudmundsson@kirkjan.is.

Stjórn Kristniboðsfélags Akureyrar

Japanstrubodinn_Mailis_Janatuinen_171016