Guðsþjónustur á Dalvík kl. 11 og Glæsibæ kl. 14 þann 8. okt.

Guðsþjónusta og sunnudagskóli verður í Dalvíkurkirkju kl. 11, sameiginlegt upphaf í kirkjunni. Eydís Ösp Eyþórsdóttir annast sunnudagsskólan. Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur, þjónar. Fluttur verður siðbótarsálmurinn: Drottinn, þinna krafta’ og kærleiks nýt ég, í þýðingu Guðmundar. Í ræðunni mun hann tala gegn stríði út frá lexíu dagsins og íslensku myndinni Undir trénu:

Hættið að gera illt,
lærið að gera gott,
leitið réttarins,
hjálpið hinum kúgaða. (Jesaja 1)

Guðsþjónusta verður í Glæsibæjarkirkju kl. 14. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir þjónar.