Bleik messa í Akureyrarkirkju 8. okt. kl. 20

Hin árlega Bleika messa verður haldin í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudagskvöld 8. október kl 20:00.
Lára Sóley, Hjalti Jóns, Sigrún Magna og Kvennakór Akureyrar flytja fagra tóna.
Katrín Ösp Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild SAK og Dóróthea Jónsdóttir tölvunarfræðingur sem á reynslu af brjóstakrabba, flytja hugleiðingar.
Í ár verður tekið við samskotum til styrktar Minningarsjóði Heimahlynningar Akureyrar og nágrennis.
Prestur séra Hildur Eir Bolladóttir.