Messuheimsókn Ólafsfirðinga í Grenívíkurkirkju 1. okt. kl. 14 – pistill frá presti

Sunnudagur 1. október.
Messa í Svalbarðskirkju kl. 11.00. Þorsteinn Pétursson kynnir Gideon. Altarisganga. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Petru.
Messa í Grenivíkurkirkju kl. 14.00. Heimsókn Ólafsfirðinga. Prestur þeirra sr. Sigríður Munda Jónsdóttir prédikar. Altarisganga. Kirkjukórar syngja undir stjórn Petru og Ave Tonisson. Kaffiveitingar. Fermingarbörn með fjölskyldum sínum eru hvött til að mæta!!
Höfum í huga þegar við komum til messunnar að markmið hennar er ekki að slökkva afþreyingarþorsta viðstaddra, heldur er þar fremur verið að fræða og jafnvel kveikja trú og næra bæði með orðum, söng og samfélagi. Auk þess erum við minnt á þau lífsgildi sem gott er að hafa að leiðarljósi í lífinu. Verið öll hjartanlega velkomin!
(Af fésbók sr. Bolla Péturs í Laufási)