Tveir fyrirlestrar á Löngumýri um starf kirkjunnar í breyttum heimi 3. okt.

Heimsókn frá Reading!

Áhugaverð heimsókn fulltrúa Anglikönsku kirkjunnar í Reading á Englandi hingað til lands er fyrirhuguð m.a. á Löngumýri. Boðið verður upp á ferð frá Akureyri kl. 16:00 með Guðmundi, s. 897 3302.

Yfirskrift fyrirlestranna er:
Venjuleg kirkja – óvanaleg þjónusta.

Það eru þeir: Revd Stephen Pullin, sóknarprestur í  St Mary the Virgin í Reading og and aðstoðarmaður biskupsins í Berkshire og  Chris West, stjórnandi æskulýðssambands kirkjunnar í St Lawrence, Reading.

Revd. Stephen Pullin

Chris West

 

 

 

 

 

 

Forsaga þessarar heimsóknar er sú að prestar á Austurlandi heimsóttu biskupsdæmið í Reading Englandi fyrir ári síðan í kynnisferð og komust þar í tengsl við forystumenn kirkjunnar.

Í samtölum kom fram að kirkjan hafði með höndum merkilegt starf er laut að því  að snúa við nokkuð langri þróun stöðnunar, úrsagna úr kirkjunni og dvínandi meðlimafjölda.

Kirkjan í Reading hafði lagst yfir stöðuna, metið hana, komið fram með tillögur er miðuðu að því sporna við þessari þróun, endurheimta horfna meðlimi og hrint þeim tillögum í framkvæmd.

Reynslan og árangurinn af því starfi er að sönnu lærdómsrík og ekki síður það sem kirkjan í Reading er að vinna að þessu leyti á vettvangi æskulýðsstarfs.

Viðbrögð og viðspyrna kirkjunnar í Reading, að mati presta hér eystra, á ríkt erindi við Þjóðkirkjuna. Verkefnið sem Þjóðkirkjan m.a. stendur frammi fyrir er afhelgun nútímans í formi höfnunar á kirkju og gildum hennar, samskipti skóla, stofnanna, félaga, einstaklinga við kirkjuna, fjölmenning gegn kirkju og trú, tíska og trú, nýjar kynslóðir án uppeldis án trúar og svo mætti lengi áfram telja.

Og í ljósi þess má spyrja:

  1. Hvernig bregst kirkjan við?
  2. Hvernig í þeirri stöðu nálgast hún best fólkið?
  3. Hvernig hagar hún starfi sínu og þjónustu með sem árangursríkustum hætti í nýjum heimi?
  4. Ætlar kirkjan að vera föst í sinni skel og hlúa vel og aðeins að leifunum, sem enn eru við lýði en fækkar hægt og bítandi, eða safna þreki til að fara út fyrir þægindarammann og takast á við raunverulegt viðfangsefni?

Hvernig verður það best gert og hvernig ætlar hún að höndla höfnun, vonbrigði og sár sem óhjákvæmilega fylgja slíkri baráttu?

Yfirskrift erindis þeirra Pullin og West verður:  ‘Traditional church, unconventional ministry’

Dagskrá gestanna og ráðgerðir fundir:

Mánudagur 2. október

15:10     Koma gestanna til landsins

Móttaka og fararstjórn: sr. Bjarni Þór Bjarnason fulltrúi Anglikönsku kirkjunnar á Íslandi

18:00     Í  Hafnarfjarðarkirkju – Prestar, æskulýðsleiðtogar og starfsfólk

Tveir fyrirlestrar og umræður

Þriðjudagur 3. október

18:00     Á Löngumýri, Skagaf.  – Prestar, æskulýðsleiðtogar og starfsfólk

Tveir fyrirlestrar og umræður

Miðvikudagur 4. október

18:00     Á Eiðum.  – Prestar, æskulýðsleiðtogar og starfsfólk

Tveir fyrirlestrar og umræður

Fimmtudagur 5. október

18:00     Á Hellu Rangárvöllum.  – Prestar, æskulýðsleiðtogar og starfsfólk

Tveir fyrirlestrar og umræður