Ró í hjarta – kyrrðarstund í Glerárkirkju fyrir 16-20 ára á þriðjud. kl. 21

Ertu 16 – 20 ára? Þarftu smá pásu? Ró í hjarta eru stuttar kyrrðarstundir í Glerárkirkju öll þriðjudagskvöld (byrjar 3. okt.) 21:00 – 21:30. Tveir leiða stundina og nýjir í hvert skipti. T.d. Birkir Blær & Sindri, Hjalti & Lára. Kostar ekkert.

Sumir þurfa mótvægi við stress og álag í sínu lífi.
Sumir vilja bara hafa kósý og hlusta á fallega lifandi tónlist.

Markmiðið stundanna er að upplifa og rækta rónna sem býr í okkur öllum og vinna gegn kvíða og streitu hversdagsins.

Gler_altari í ljósaspili