Fræðslukvöld í Glerárkirkju í október – kynning

Um árabil hefur Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi í samstarfi við Glerárkirkju staðið fyrir fræðslukvöldum á hverju misseri fjögur til átta miðvikudagskvöld. Tilgangurinn með þeim hefur verið að skapa vettvang til samtals um kirkju og kristni og hafa kvöldin verið ókeypis og opin öllu áhugasömu fólki, en beðið hefur verið um frjáls framlög í kaffisjóð. Dagskráin hvert kvöld hefur tekið tvær klukkustundir og þó svo að aðsóknin á einstök kvöld hafi verið misjöfn er hægt að tala um að jafnaði 15 til 20 þátttakendur. Sá fjöldi segir þó engan veginn alla söguna um fjölda áheyrenda hin síðustu ár, því að mörg erindin er tekið upp á myndband og birt á vefnum. Sá hópur sem horfir á myndböndin á vefnum er alla jafna stærri en hópurinn sem mætir á sjálft fræðslukvöldið.
Í október hefst ný dagskrá í tilefni af 500 ára siðbótarafmæli.