Helgihald í Dalvíkurprestakalli 24. sept. – pistill frá presti

Á sunnudaginn kl. 11.00  er fyrsti sunnudagaskólinn í Dalvíkurkirkju og þá verður heldur betur glatt á hjalla.  Fullt af nýjum andlitum,  gítarleikarinn Magnús Felixson,  Ingunn Magnúsdóttir og Eydís Ösp Eyþórsdóttir verða í stuði – þá verður Íris Hauks áfram með okkur og Sigga Jóseps leggur okkur lið eftir langt hlé.   Við syngjum og segjum sögur, föndrum og á sunnudaginn kemur ætlum við að gæða okkur á pylsum 🙂   Oddur Bjarni fær að fljóta með í gleðinni í þetta skiptið –
Það stefnir svo sannarlega í fjöruga sunnudagsmorgna í vetur!

Kl. 11.00 er guðþjónusta í Stærri-Árskógskirkju.  Kórinn syngur undir stjórn nýs organista, Páls Barna Szabo og sr. Magnús þjónar.
Kl 14.00 eru svo Páll og Magnús mættir í Hríseyjarkirkju og haldin verður guðþjónusta þar með söng og lofgjörð.

Dagurinn endar svo með “Sauðamessu” í Möðruvallaklausturskirkju kl. 20.00.  Þá leiðir kórinn okkur í söng undir stjórn Sigrúnar Mögnu og við syngjum með þeim lög og sálma sem fjalla að mestu um fjárhirða og fé.  Og kannski mannkindina líka.  Sr. Oddur Bjarni þjónar og er það hans síðasta guðþjónusta á þessu ári, þar sem Oddur fer í fæðingarorlof 1. október.
Að stundinni lokinni verður ketsúpusmakk og kaffisopi í Leikhúsinu.

Líf og fjör!

(Frétt af Vef Dalvíkurprestakalls – Oddur Bjarni)