Um fagráð um kynferðisbrotamál hjá kirkjunni

Í Fréttablaðinu (18.09.2017) segir á forsíðu að kirkjan neiti að svara spurningum um kynferðisbrot starfsmanna. Hið rétta er að í svari til blaðamanns er honum vinsamlega bent á að kynna sér árlega skýrslu fagráðs um kynferðisbrotamal í Árbók kirkjunnar sem birt er á netinu. Þar er að finna skýrslur fagráðsins allt frá árinu 2009.

Jafnframt kemur ekki fram í umfjöllun blaðsins að fagráðið er sjálfstætt gagnvart kirkjunni og sóknum m.a. til þess að útiloka hugsanlega þöggun. Telji einstaklingur að hann hafi orðið fyrir kynferðisbroti, skal hann fá aðstoð og fyrirgreiðslu hjá fagráði. Fagráð aðstoðar hann við að kæra til lögreglu ef hann óskar þess eða senda málið til úrskurðarnefndar. Ef um barn er að ræða er málinu án undantekninga vísað til Barnaverndar.

Það hefur verið ríkjandi viðhorf að umfjöllun um kynferðisbrotamál hafi verið komið i góðan farveg á vegum kirkjunnar. Verði sýnt fram á að betur megi gera, verður brugðist við enda er það markmið kirkjuþings og Biskupsstofu að meðferð slíkra mála innan kirkjunnar sé til fyrirmyndar.

F.h. fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota Elína Hrund.

Sjá einnig frétt á kirkjan.is með nánir upplýsingum.