Framkvæmdastjóri Lútherska heimsambandsins um frelsið

Ekki þarf maður að lifa á sérstökum tímum, né heldur á einstökum stað til að meðtaka góðu fréttir Guðs sem hefur valið að gefa tóninn fyrir samúð, samstöð, réttlæti og frið í heiminum. — Framkvæmdastjóri Lútherska heimsambandsins Dr Martin Junge
Það sagði hann í ræðu sem hann flutti við messu í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar og 50 ára afmæli samtaka lútherskra kirkna í Sviss. Ræðuna nefndi hann Frelsaður til að uppfylla loforð Guðs. Ræðan var vekjandi og útskýrði vel frelsishugtakið út frá lútherskum skilningi. Útdrátt og ræðuna í heild má lesa á vefsíðu lútherska heimsambandsins, Lutheran World Federation. Þar er hægt að gerast áskrifandi að fréttum á vef LWF. Mynd sem fylgir fréttinni er tekin af sr. Árna Svan Daníelssyni sem starfar nú hjá LWF.