Þú ert þýðingarmikil(l), kyrrðar- og tónlistarstund í Ólafsfjarðarkirkju 10. sept. kl. 20

Þú ert þýðingarmikil – Þú ert þýðingarmikill.

Í tilefni alþjóðadags sjálfsvígsforvarna, sunnudaginn 10. september 2017 verður kyrrðar- og tónlistardagskrá í Ólafsfjarðarkirkju kl. 20:00

Fimmtán söngvarar og hljóðfæraleikarar af Tröllaskaga koma fram og gefa vinnu sína.

Hugleiðing og reynslusaga.

Í lok stundarinnar munum við mynda kærleikshring til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Enginn aðgangseyrir.

Friðarkerti Hjálparstarfs kirkjunnar verða til sölu í Ólafsfjarðarkirkju að dagskrá lokinni.

Mætum og sýnum velvild og vináttu í verki, því við erum hvert öðru mikilvæg og skiptum öll máli.

Undirbúningsnefndin